Leita í fréttum mbl.is

Uppskerubrestur í Kópavogi

mark-1-gegn-blikum.jpgÖll lið Víkings urðu að játa sig sigruð í viðureignum við Breiðabliksmenn á Smárahvammsvelli í dag.

Bllikar höfðu undirtökin allan A-leikinn, skoruðu í tvígang í fyrri hálfleik og í tvígang í þeim síðari. Úrslitin því 4-0 og segir allt sem segja þarf um þann leik.

Mikið var í húfi fyrir Víkinga í B-leiknum, því þeir hefðu tryggt sig inn í úrslitakeppni með jafntefli en spilamennska liðsins benti samt á köflum ekki til þess að stig í hús skiptu höfuðmáli Blikar skoruðu á 30. mínútu og höfðu því yfir 1-0 í hléinu. Strax í byrjun síðari hálfleiks bættu Blikar öðru marki við en aðeins þremur mínútum síðar tókst Aroni Elís að pota mark-2-gegn-blikum.jpgboltanum í netið úr þvögu framan við markið og minnka muninn (sjá mynd til vinstri). Agnar Darri reif sig svo lausan á 20. mínútu og jafnaði 2-2 með fínu marki (sjá mynd til hægri). Blikar komu Víkingum niður á jörðina tveimur mínútum síðar og tveimur mínútum þar á eftir jöfnuðu Víkingar á nýjan leik með glæsilegum skallamarki Arnars Sölva eftir hornspyrnu frá Einari Sig. Sagan endurtók sig enn og aftur. Blikar skoruðu á 28. mínútu og það var sigurmarkið, úrslitin urðu sem sagt 4-3 og verður að segjast að Víkinga skorti ákefð og grimmd í þessum leik til að klára verkefnið.

Víkingar eygja enn veika von um að komast í úrslitakeppni B-liða en það eru liðsmenn Fylkis og Fjölnis sem hafa örlög okkar manna í hendi sér í leik í Árbænum annað kvöld, 31. ágúst. Sigri Fjölnir þar fer liðið í úrslit en Víkingar sitja eftir. Tapi Fjölnir hins vegar eða liðin skilja jöfn fara Víkingar í úrslitakeppnina en Fjölnir situr eftir. Við hugsum því hlýlega til Fylkisstráka annað kvöld....

C-lið Víkings komst yfir með marki Alexanders en heimamenn jöfnuðu og komust svo yfir með marki upp úr hornspyrnu þremur mínútum fyrir leikslok. Úrslitin þar með 2-1 fyrir Blika, sem var býsna svekkjandi af því þetta var einn besti leikur C-liðsins á tímabilinu og það fékk úr mörgum góðum færum að spila til að rétta sinn hlut.

Frammistöðu eins manns ber að nefna eftir leikin dagsins, þ.e. þjálfara vors Gunnars Arnar sem lá í rúminu veikur á laugardaginn og stýrði þremur liðum í Kópavogi raddlítill með hitasótt.

  • Engin æfing verður á morgun, mánudag, en fylgist með skilaboðum hér á síðunni á mánudagskvöld....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband