Leita í fréttum mbl.is

Fjölnir í úrslitakeppni B-liða

Fjölnir lagði Fylki 2-3  í hörkuleik í Árbænum í kvöld og komst þar með í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Víkingar sitja því eftir með sárt ennið og geta víst engum um kennt nema sjálfum sér!

Fylkisstrákar skoruðu fyrsta markið en Fjölnir jafnaði fyrir hlé og staðan 1-1 stóð yfir nokkuð fram í síðari hálfleik. Þá fékk Fjölnir dæmda vítaspyrnu og skoraði. Fylkismenn voru slegnir út af laginu um hríð og fengu þriðja markið í andlitið skömmu síðar. Staðan allt í einu orðin 1-3 og Fylkir í vondum málum (og Víkingar í enn verri málum). 

Dómarinn hafði haft nóg að gera við að halda leiknum í böndum og notað gula spjaldið að minnsta kosti þrisvar. Nú fór hann í hinn litinn og rak Fjölnismann út af fyrir fautalegt brot. Fylkismenn mótmæltu því ákaft skömmu síðar að fá ekki dæmda vítaspyrnu og í þeim hasar fékk þjálfari Fylkis reisupassann og varð að fara af velli. 

Fylkismenn tvíefldust bara við mótlætið og fóru að láta Fjölni finna verulega fyrir sér. Þeir uppskáru vítaspyrnu og löguðu stöðuna undir lokin. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi og Fylkir var hársbreidd frá því að jafna en markvörður Fjölnis bjargaði. 

Fjölnismenn sluppu með skekkinn og fögnuðu vel. Fylkir var í heildina tekið frískara lið og átti fleiri og hættulegri færi en það er víst ekki nóg frekar en fyrri daginn.

  • Skilaboð frá þjálfaranum: Æfing kl. 19:00 annað kvöld (þriðjudag) í Víkinni!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband