Leita í fréttum mbl.is

Haustmótsmeistarar!

Víkingar kræktu sér í meistaratitil A-liða þriðja flokks í haustmóti Knattspyrnuráðs Reykjavíkur með því að leggja Fjölni í úrslitaleik í Egilshöll. Okkar menn áttu meira í fyrri hálfleiknum og komust yfir á 28. mínútu þegar Fjölnir sendi boltann í net nafna síns Fjölnis eftir góðan undirbúning Arons Elíss. Víkingur var sem sagt yfir í leikhléi en Fjölnismenn komu óþægilega ákveðnir til síðari hálfleiks og jöfnuðu á áttundu mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og verður að segja þá sögu eins og hún er að Víkingar mega prísa sig sæla yfir að hafa hangið á jafntefli út leikinn.

Ákveðið var að hlaupa yfir framlengingu en kýla strax á vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Þar sýndu Víkingar úr hverju þeir eru gerðir. Aron Elís, Röggi og Viktor Jóns tóku fyrstu spyrnur Víkings og skoruðu örugglega. Fyrsti Fjölnismaðurinn skaut fram hjá en Hlynur Víkingsmarkvörður varði glæsilega tvær næstu spyrnur Fjölnis og þar með voru úrslitin ráðin! Víkingar stigu stríðsdans á vellinum en Fjölnismenn gengu hnípnir af velli.

Til hamingju Víkingar með flottan endi á sparktíð ársins!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband