8.5.2010 | 19:57
Æfingaleikur við HK
Víkingar spila æfingaleik við HK í Fífunni á morgun, sunnudaginn 9. maí. Eftirtaldir mæti i síðasta lagi kl. 16:00:
- Halldór, Vilhjálmur, Hörður, Rögnvaldur, Sverri, Jón Reyr, Róbert, Patrik, Davíð, Agnar, Viktor, Alexander, Ólafur Andri, Bjarki, Bjössi, Eyþór og Steinar.
4.5.2010 | 22:50
Sigur í Gróttuleikjum
Víkingsliðin siguðru Gróttumenn verðskuldað í tveimur æfingaleikjum á Seltjarnarnesi í kvöld.
Gróttumenn skoruðu eina mark fyrri hálfleiks A-liðanna en eftir hlé létu Víkingar af hæversku sinni og tóku gang mála í sínar hendar. Aron Elís skoraði í tvígang og Viktor bætti við þriðja Víkingsmarkinu áður en yfir lauk. Lokastaðan því 1-3 fyrir Víking.
B-liðið hafði umtalsvert meira fyrir sínum sigri. Heimamenn skoruðu fyrsta markið en Viktor jafnaði og kom Víkingi síðan yfir. Útlit var þá fyrir að Víkingar hefðu náð undirtökunum en það var hreint ekki svo. Grótta jafnaði, Ólafur Andri skoraði þriðja mark Víkings og aftur jafnaði Grótta. Víkingar sóttu nú án afláts og klukkan tifaði. Hvert færi okkar manna á fætur öðru rann út í sandinn en í blálok leiksins kom loksins þetta líka glæsilega mark frá Steinari, óverjandi negla af löngu færi. Lokastaðan í B-leiknum því 3-4. Markvörðurinn var annars besti maður þeirra bláklæddu og bjargaði Gróttu hvað eftir annað.
3.5.2010 | 15:52
Gróttuleikir festast um sólarhring!
Æfingjaleikjum við Gróttu hefur verið frestað í einn sólarhring í ljósi þess að Víkingar eiga margir hverjir að mæta í erfið próf í skólanum sínum í fyrramálið.
Athugið líka að engin æfing verður í Víkinni í kvöld heldur er boðað allsherjar upplestrarfrí og því engin afsökun að standa á gati við prófborðið.
Nánari skilaboð í tölvupósti til foreldra um leikina við Gróttu á morgun, þriðjudaginn 4. maí.
29.4.2010 | 23:56
Fjölnir með bæði A- og B-titla innan seilningar
Fjölnir er í þægilegri stöðu fyrir lokaleiki sína í Reykjavíkurmótinu í þriðja flokki gegn Þrótti á sunnudaginn kemur, 2. maí.
Í A-riðli eru Víkingar og Fjölnismenn efstir og jafnir með 21 stig en Fjölnir á leik til góða og dugar jafntefli til að hreppa titilinn. Tapi Fjölnir hins vegar fyrir Þrótti sigrar Víkingur á mun betra markahlutfalli. Fjölnir sigraði KR í Vesturbænum í gær, 0-1.
Í B-riðli eru Víkingar efstir sem stendur með 19 stig eftir 8 leiki en Fjölnir kemur næstur með 16 stig eftir 7 leiki. Sigri Fjölnir Þrótt um helgina fer titillinn í Grafarvoginn því markahlutfall Fjölnis er betra en Víkings eftir stórsigur Fjölnismanna á KR í Vesturbænum í gær, 1-11.
Víkingar munu því fylgjast grannt með úrslitum í leikjum Þróttar og Fjölnis....
28.4.2010 | 22:54
Fram lenti í hakkavél í Víkinni
A-liðið rúllaði Frömmurum upp í lokaleik sínum í Reykjavíkurmótinu í kvöld með níu mörkum gegn engu og sú niðurstaða segir allt sem segja þarf. Staðan í hálfleik var 4-0.
Viktor, Davíð Örn og Aron Elís skoruðu tvisvar hver en Róbert, Agnar Darri og Ólafur Andri hin þrjú mörkin.
- Víkingar eru efstir í riðlinum með 21 stig eftir 8 leiki en Fjölnir kemur næstur með 18 stig og tvo leiki til góða - þ.e. leik við KR frá því í kvöld (úrslit ekki komin í KSÍ-töfluna) og svo leik við Þrótt á sunnudaginn kemur.
27.4.2010 | 22:52
Leikurinn við Fram
A-liðið spilar við Fram í lokaleik sínum í Reykjavíkurmótinu í Víkinni á morgun, miðvikudaginn 28. apríl. Mæting kl. 18:30, leikurinn hefst kl. 19:30.
- Þeir sem ekki taka þátt í leiknum eiga að mæta til æfingar í Víkinni kl. 18:00
- Hlynur, Villi, Rögnvaldur, Hörður, Sverrir, Jón Reyr, Róbert, Patrik, Aron Elís, Davíð, Viktor, Bjarki Þórðar, Agnar, Ólafur Andri, Alexander, Eyþór.
26.4.2010 | 22:21
Upprisuleikur gegn Fylki í Víkinni
23.4.2010 | 23:12
Grafarþögn í Grafarvogi
23.4.2010 | 09:34
Úrslit Reykjavíkurmótsins geta ráðist í Fjölnisleikjum kvöldsins!
21.4.2010 | 19:50
Stig í sarpinn á kostnað Fylkis og Þróttar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Við erum bara á tánum
- Framteljendur skili sem fyrst
- Ekki alvarlega slasaður
- Gríðarlegar breytingar á öryggismálum
- Gagnrýnin er í raun að beinast að röngum aðila
- Þá verð ég Borgarleikhússtjóri allra
- Starfsfólki sendiráðsins í Moskvu var ógnað
- Vilja einkaaðila en skoða aðra möguleika
- Ráðherra ber að gæta sín umfram aðra
- Gleðin var við stýrið alla ferðina