16.4.2010 | 17:49
Víkingur gegn Þrótti
Þróttarar eru næstu andstæðingar Víkings í Reykjavíkurmótinu á sunnudaginn kemur, 18. apríl. Leikirnir verða í Víkinni.
- A-liðið mætir kl. 11:45 og byrjar að spila kl. 13:00:
- Hlynur, Vilhjálmur, Hörður, Rögnvaldur, Sverrir, Ólafur Andri, Davíð Örn, Jón Reyr, Róbert, Aron Elís, Viktor, Agnar, Ólafur Ægir, Patrik, Eyþór og Steinar.
- B-liðið mætir kl. 13:30 og byrjar að spila kl. 15:00:
- Halldór, Björn, Bjarki, Jóhann, Þórarinn, Alexander, Aron Austmann, Óli Þór, Magnús, Gunnar og Emil.
14.4.2010 | 22:15
Alslemma í Frostaskjóli
Víkingar gerðu góða ferð í Vesturbæinn í dag og komu heim með öll sex stigin sem í boði voru í þessari umferð Reykjavíkurmótsins. Þeir burstuðu KR í A-leiknum með fimm mörkum gegn einu (Víkingar skoruðu reyndar öll sex mörkin!)og sigruðu B-liðið líka örugglega með sex mörkum gegn fjórum!
Fyrri hluti A-leiksins var markalaus en í loftinu lá að þegar stíflan brysti þá færi að líka að flæða. Og það gerðist fljótlega í síðari hálfleik þegar Aron Elís skoraði og Davíð Örn bætti öðru við. Síðan kom eina mark KR, sem Óli okkar Pétur skoraði, klæddur treyju þar sem aðeins önnur hvor rönd er í lagi. Eftir þetta héldu Víkingum engin bönd. Aron Elís skoraði þriðja mark okkar manna og Agnar Darri sá svo um að koma Víkingi í 1-5 með því að skora í tvígang, hið fyrra var skínandi laglegt skallamark.
B-leikurinn var jafnari en Víkingur hafði samt undirtökin allan tímann. Alexander og Patrik komu liðinu í 0-2 áður en KR tókst að komast á blað. Agnar Darri bætti síðan við marki og leikhléi var staðan 1-3. KR-ingar minnkuðu muninn fljótlega eftir hlé en þá skoraði Óli Þór og KR svaraði strax með marki beint úr aukaspyrnu rétt við vítateigslínu. Patrik og Agnar Darri tóku þá af skarið og tryggðu Víkingi sigurinn með tveimur mörkum. KR-ingar gáfust ekki upp og þeim tókst að skora á síðustu sekúndunni í þessum tiu marka leik.
Eftir leiki kvöldsins deilir Víkingur efsta sæti A-riðils með Fjölni, bæði hafa sigrað í öllum fjórum leikjum sínum og eru með tólf stig en markahlutfall Víkings er mun betra en Grafarvogsmanna.
Í B-riðli náði Víkingur efsta sætinu með sigrinum í Frostaskjóli í kvöld og er með fullt hús, tólf stig úr fjórum leikjum. Tvö lið Fjölnis koma næst, hvort með 10 stig en hafa spilað einum leik fleira en Víkingur. Staða B-liðsins okkar er því býsna efnileg.
- Næstu leikir í Reykjavíkurmótinu verða í Víkinni á sunnudaginn kemur, 18. apríl, við Þrótt. Leikur A-liðanna hefst kl. 13:00, leikur B-liðanna kl. 14:30.
- Þegar Þróttarleikir eru að bak eigum við ólokið þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu. A-liðið spilar við Fylki, Fjölni og Fram en B-liðið við Fylki, Fylki 2 og Fjölni.
9.4.2010 | 09:36
Fjölnir lagður í dramatískum leik
B-liðið tók þrjú stig með sér heim af gervigrasinu við Egilshöll í gærkvöld eftir að hafa lagt efsta liðið í sínum riðli í Reykjavíkurmótinu, Fjölni 2, með tveimur mörkum gegn einu. Óhætt er að segja að sigurinn hafi verið harðsóttur, heimamenn sóttu stift stóran hluta leiksins en Víkingar vörðust vel og fengu meira út úr sínum sóknum þegar upp var staðið. Fjölnismenn komust yfir í fyrri hálfleik með marki sem kom kom upp úr hornspyrnu og þvögu í markteig Víkings. Fjölnismenn höfðu undirtökin lengi framan af í fyrri hálfleik en Víkingum tókst samt að jafna fyrir hlé. Þar var að verki Agnar Darri. Markvörður Fjölnis var kominn með boltann í fangið en glutraði honum niður og yfir marklínuna.
Víkingar voru mun hressari framan af seinni hálfleik en duttu síðan dálítið niður á nýjan leik. Það var helst Agnar Darri sem ógnaði með hraða og snerpu sem skilaði loks sigurmarkinu þegar hann komst inn fyrir Fjölnisvörnina, lék á markvörðinn og afgreiddi boltann í autt markið. Agnar bætti reyndar við þriðja markinu en það var (réttilega) dæmt af vegna rangstöðu.
Þá var komið að þætti (heima)dómarans, sem hafði bara skilað sínu verki ágætlega en verið samt ögn flautuglaður af litlu eða engu tilefni. Sú flautugleði bitnaði jafnt á báðum liðum en eftir að Víkingar komust yfir umpólaðist drengurinn í óðan hana á haug og dæmdi á síðasta korterinu fleiri aukaspyrnur á Víking en hægt var að koma tölu á. Eina þeirra lék hann endurtaka og færði þá boltann nær Víkingsmarkinu, sem nýútskrifaðir liðsmenn Víkings af dómaranámskeiði mótmæltu eðlilega enda brot á leikreglum. Eðlilega kallaði ruglið í manninum á mótmæli inni á velli og á hliðarlínu Víkingsmegin. Þá fóru spjöldin á loft og þeim var veifað ótt og títt góða stund. Óli Æ fauk út af með tvöfalt gult og þjálfari vor fékk sömuleiðis spjald fyrir munnbrúk um dómgæsluna.
Það sauð því hressilega upp úr innan vallar sem utan á lokamínútunum og þar við bættist að Fjölnisstrákarnir sóttu af miklum móð á Víkingsmarkið hvað eftir annað og voru nálægt því að jafna en skutu yfir eða að markvörður og vörn Víkings náði að afstýra hættunni.
Dómarinn bætti hressilega við leiktímann til að hjálpa sínum mönnum en varð svo að játa sig og Fjölni sigraðan með því að blása leikinn af.
Sætur sigur og nú eru B-liðsstrákarnir komnir með 9 stig eftir þrjá leiki en Fjölnir 2 er með 10 stig eftir 5 leiki. Staðan með öðrum orðum vænleg.
A-lið Víkings er sömuleiðis með 9 stig eftir þrjá leiki í Reykjavíkurmótinu og nú eru framundan leikir beggja liða við KR í Frostaskjóli á miðvikudaginn kemur, 14. apríl. A-liðið byrjar að spila kl. 17:00 en B-liðið kl. 19:00.
18.3.2010 | 19:20
Leikir við Leikni
Víkingar og Leiknismenn eigast við í Víkinni á laugardaginn kemur, 20. mars, í tveimur leikjum.
Þeir sem eiga að mæta kl. 13:45:
- Hlynur, Villi, Hörður, Röggi, Sverrir, Jón R., Róbert, Agnar, Aron E., Davíð, Viktor, Eyþór, Jóhann G., Óli A., Steinar.
Þeir sem mæta kl. 15:30:
- Halldór, Siggi, Þórarinn, Óli Þ., Alexander, Bjarki Þ., Egill, Adrian, Emil, Maggi.
9.3.2010 | 13:43
Leikirnir við ÍR
Víkingar og ÍR-ingar eigast við í Víkinni í kvöld í tveimur leikjum.
Þeir sem eiga að mæta kl. 17:00:
- Hlynur, Villi, Röggi, Hörður, Sverrir, Jón Reyr, Róbert, Patrik, Aron Elís, Davíð Örn, Agnar Darri, Viktor, Eyþór, Steinar og Jóhann.
Þeir sem eiga að mæta kl. 18:30:
- Halldór, Bjössi, Daníel, Alexander, Siggi, Óli Andri, Egill, Gunnar, Bjarki Þórðar, Þórarinn, Óli Þór, Adrian og Emil.
28.2.2010 | 18:32
Laugardagskvöld í Bónus
Það kann að þykja dálítið geggjað að verja laugardagskvöldi í Bónusbúð og það ekki einu sinni í verslunarerindum. Reynslan sýnir hins vegar helgardvöld í Bónus er hin ágætasta lífsreynsla fyrir Víkinga í þriðja flokki og borgar sig meira að segja líka!
Okkar menn voru sem sagt ráðnir til starfa við vörutalningu í verslun Bónuss við Smáratorg í gærkvöld og kynnust þannig nýrri hlið á verslun og viðskiptum landsmanna. Starfsmenn verslunarinnar stjórnuðu verkinu eins og herforingjar og kennu réttu handtökin. Víkingsstrákum þótti ekki verra að á vettvangi voru líka laglegar stelpur úr fimleikafélaginu Gerplu við að telja í hillunum.
Þarna var hálfur þriðji tugur iðkenda og nokkrir foreldrar að auki. Við þökkum Bónusfólkinu fyrir ánægjulegt samstarf og erum auðvitað margs vísari um hve margar krukkur af karríi eru til við Smáratorg, hve mörg ilmkerti með fíkjulykt, hve margir rúsínupakkar og hve mörg stykki af Prins Pólói. Þetta var skemmtilegt laugardagskvöld!
Hjónin Gunnar Örn þjálfari og Jóhanna mættu í vörutalninguna:
25.2.2010 | 15:47
Leikjum við Fylki frestað!
7.2.2010 | 15:44
2. flokkur lagður í æfingarleik
7.2.2010 | 15:30
Fylkir fyrstur andstæðinga Víkings á Reykjavíkurmótinu
18.1.2010 | 18:38
Sigurvegarar dósasöfnunar með 100% mætingu!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar