15.1.2010 | 18:26
Ćfingaleikur viđ ÍR
Víkingar spila ćfingaleik viđ ÍR-inga í Egilshöll á sunnudagskvöldiđ kemur, 17. janúar. Sunnudagsćfingin kl. 18:00 fellur ţví niđur.
Allir leikfćrir mćti kl. 19:55 (ađ undanskildum ţeim sem taka ţátt í landsliđsćfingum). Leikurinn hefst kl. 20:30.
Gunnar Örn stjórnar liđinu í leiknum sjálfum en Sindri hinn hárprúđi verđur líka á vettvangi og ćfingu hjá ţeim sem eru utan vallar hverju sinni. Ţađ verđur ţví tekiđ á ţví á sunnudaginn hvort sem menn spila eđa ćfa.
Ath. ađ hér til vinstri á heimasíđunni er ađ finna upplýsingar um ćfingatíma 3. flokks í janúar og febrúar. Sömuleiđis er nýja flokksráđiđ fćrt upp á bak viđ tilheyrandi hnapp.
14.11.2009 | 19:41
Haustmótsmeistarar!
Víkingar krćktu sér í meistaratitil A-liđa ţriđja flokks í haustmóti Knattspyrnuráđs Reykjavíkur međ ţví ađ leggja Fjölni í úrslitaleik í Egilshöll. Okkar menn áttu meira í fyrri hálfleiknum og komust yfir á 28. mínútu ţegar Fjölnir sendi boltann í net nafna síns Fjölnis eftir góđan undirbúning Arons Elíss. Víkingur var sem sagt yfir í leikhléi en Fjölnismenn komu óţćgilega ákveđnir til síđari hálfleiks og jöfnuđu á áttundu mínútu. Fleiri urđu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og verđur ađ segja ţá sögu eins og hún er ađ Víkingar mega prísa sig sćla yfir ađ hafa hangiđ á jafntefli út leikinn.
Ákveđiđ var ađ hlaupa yfir framlengingu en kýla strax á vítaspyrnukeppni til ađ knýja fram úrslit. Ţar sýndu Víkingar úr hverju ţeir eru gerđir. Aron Elís, Röggi og Viktor Jóns tóku fyrstu spyrnur Víkings og skoruđu örugglega. Fyrsti Fjölnismađurinn skaut fram hjá en Hlynur Víkingsmarkvörđur varđi glćsilega tvćr nćstu spyrnur Fjölnis og ţar međ voru úrslitin ráđin! Víkingar stigu stríđsdans á vellinum en Fjölnismenn gengu hnípnir af velli.
Til hamingju Víkingar međ flottan endi á sparktíđ ársins!
31.10.2009 | 17:24
Grunnskólameistarar 2009!
Réttarholtsskóli varđ í dag grunnskólameistari í fótbolta eftir öruggan sigur á Árbćjarskóla í úrslitaleik í Egilshöll. Liđsmenn Réttó voru allir úr árgangi 1994 í Víkingi og voru sannarlega í sérflokki á grunnskólamótinu í dag. Ţeir sigruđu í öllum fjórum leikjunum í riđlakeppninni međ samanlagđri markatölu 33-0, lögđu Víkurskóla í undanúrslitum 4-0 og svo Árbćinga í úrslitaleiknum 3-1. Markahlutfall Réttó var ţannig 40-1 í mótinu. Ţetta segir vćntanlega allt sem segja ţarf um ađ bikararnir lentu örugglega í réttum skóla í mótslok!
Eina markverđa andstađan sem Réttó fékk í mótinu var í úrslitaleiknum gegn Fylkisstrákunum í Árbćjarskóla. Réttó fór illa međ ţrjú fćri framan af leiknum en ţađ var svo Davíđ Örn sem kom loksins tuđrunni í netiđ. Árbćingum tókst ađ jafna skömmu síđar og skora eina markiđ sem Réttó fékk á sig í dag. Árbćingar hresstust nokkuđ viđ jöfnunarmarkiđ en Aron Elís kom ţeim niđur á jörđina á ný međ góđu marki. Viktor Jóns innsiglađi sigurinn međ glćsimarki tveimur mínútum fyrir leikslok.
Vel gert hjá okkar mönnum og einu verđur ađ bćta viđ sem skiptir máli. Búningar Réttóliđsins voru ţeir langflottustu á mótinu og eru satt ađ segja bćđi áberandi og fallegir. Ingvar G. Jónsson, ţjálfari og kennari, á heiđurinnn af hönnuninni á ţessum fínu treyjum og Henson saumađi.
Til hamingju Réttó og Ingvar ţjálfari!
29.10.2009 | 23:24
Sparktíđarlok viđ hátíđlega athöfn
Glatt var á hjalla í Víkinni í kvöld ţegar 3. flokkur sparktíđarinnar 2009 efndi til síđbúins uppskerufagnađar. Jafnfram skildu leiđir strákanna um sinn ţví ţeir eldri, '93-árgangurinn, eru komnir upp í 2. flokk en '94-strákarnir eru orđnir eldra áriđ í 3. flokki.
Gunnar Örn Gunnarsson verđur áfram ţjálfari ţriđja flokks og Sindri Guđmundsson verđur honum áfram til ađstođar. Ţađ eru góđar fréttir og fagnađarefni ţví ţeim hefur tekist ađ gera marga góđa fótboltastráka enn betri og nćsta tímabil verđur á margan hátt áhugavert, ekki síđur en nýliđiđ tímabil.
Ţegar Gunnar Örn hitti strákana í fyrsta sinn, í veislusalnum í Víkinni sunnudaginn 2. nóvember 2008, sagđi hann ađ ţeir vćru sjálfir gćfu sinnar smiđir. Og gefin ástćđa er til ađ rifja upp ţau skilabođ sem hann bađ strákana um ađ fara međ heim til sín og stinga ađ foreldrum sínum: Hann kvađst ćtla ađ haga ţjálfun, uppstillingu liđa og öđru tilheyrandi eftir eigin höfđi og ţćr ákvarđanir yrđu allir ađ gera sér ađ góđu, bćđi leikmenn og foreldrar (einkum ţó pabbarnir...).
Viđ ţetta hefur Gunnar Örn stađiđ keikur, ţrátt fyrir ađ ýmislegt hafi á gengiđ eins og dćmin sanna. Fyrir ţađ skal honum ţakkađ, međ frómri ósk um ađ hann haldi ótrauđur áfram á sömu braut og stjórni/ţjálfi eins og honum sjálfum ţykir best fara fyrir flokkinn og félagiđ. Ţannig eiga hlutirnir einfaldlega ađ vera.
GÖG ávarpađi strákana í Víkinni í kvöld og fór yfir ţá viđburđi sem sátu í minningunni sem bestu og verstu stundirnar á fótboltavellinum. Fylkisleikur A-liđsins í fyrstu umferđ Íslandsmótsins sagđi hann ađ hefđi veriđ mesta svekkelsi sumarsins, ekki vegna tapsins heldur vegna ţess ađ strákarnir trúđu ekki á verkefniđ. Leikir viđ KR í Frostaskjóli, og viđ Keflavík og Breiđablik í Víkinni stóđu hins vegar upp úr ađ mati ţjálfarans.
Gunnar Örn sagđist hafa ţjálfađ marga um dagana en hvergi fyrir hitt jafn góđa, áhugasama og duglega drengi og ţá sem hann hafđi međ ađ gera í 3. flokki á nýafstöđnu tímabili! Hann hvatti ţá til ađ slaka hvergi á heldur ćfa vel og samviskusamlega og hafa gaman af ţví sem ţeir vćru ađ gera.Hann klikkti út međ ţví ađ útnefna ţá liđsmenn sem sýnt hefđu mestu framfarir í sumar. Kapparnir eru vel ađ vegsemd sinni komnir:
- Óli Ţór Davíđsson í C-liđi,
- Hörđur Hreiđarsson í B-liđi,
- Arnon Björn Bjarnason í A-liđi.
Allir strákarnir á samkomunni gengu svo ađ kjörborđi (í fyrsta sinn á ćvinni!) og völdu ţrjá bestu í hverju liđi í leynilegri atkvćđagreiđslu. Tveir urđu efstir og jafnir í A- og C en hrein úrslit fengust í B.
Til hamingju međ árangurinn á uppskeruhátíđinni strákar, sérstaklega Óli Ţór og Hörđur sem unnu tvöfalt....
Bestir í C-liđinu
1.-2. Aron Austmann Ellertsson og Bjarki Ţórđarson,3. Óli Ţór Davíđsson.
Bestir í B-liđinu
1. Hörđur Hreiđarsson,
2. Viktor Jónsson yngri,
3. Agnar Darri Sverrisson.
Bestir í A-liđinu
1.-2. Jón Bragi Brynjólfsson og Jón Reyr Jóhannesson,
3. Kári Sveinsson.
Aron Björn, Hörđur og Óli Ţór. Mestu framfarir ársins!
Aron Austmann, Óli Ţór og Bjarki Ţórđar. Bestir í C!
Viktor Jóns, Hörđur og Agnar Darri. Bestir í B!
Kári, Jón Bragi og Jón Reyr. Bestir í A!
29.10.2009 | 22:41
Aron Elís og Patrik á úrtaksćfingum U-17
Gunnar Guđmundsson, ţjálfari U-17 ára landsliđsins í knattspyrnu, valdi Aron Elís og Patrik á úrtaksćfingar U-17 helgina 24.-25. október. Ćft var í Egilshöll og Kórnum. Jafnframt var fundur međ ţjálfurum 3. flokks karla ţar sem kynnt var starf landsliđanna og fjallađ um samskipti og samvinnu ţjálfara.
31.8.2009 | 21:26
Fjölnir í úrslitakeppni B-liđa
Fjölnir lagđi Fylki 2-3 í hörkuleik í Árbćnum í kvöld og komst ţar međ í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Víkingar sitja ţví eftir međ sárt enniđ og geta víst engum um kennt nema sjálfum sér!
Fylkisstrákar skoruđu fyrsta markiđ en Fjölnir jafnađi fyrir hlé og stađan 1-1 stóđ yfir nokkuđ fram í síđari hálfleik. Ţá fékk Fjölnir dćmda vítaspyrnu og skorađi. Fylkismenn voru slegnir út af laginu um hríđ og fengu ţriđja markiđ í andlitiđ skömmu síđar. Stađan allt í einu orđin 1-3 og Fylkir í vondum málum (og Víkingar í enn verri málum).
Dómarinn hafđi haft nóg ađ gera viđ ađ halda leiknum í böndum og notađ gula spjaldiđ ađ minnsta kosti ţrisvar. Nú fór hann í hinn litinn og rak Fjölnismann út af fyrir fautalegt brot. Fylkismenn mótmćltu ţví ákaft skömmu síđar ađ fá ekki dćmda vítaspyrnu og í ţeim hasar fékk ţjálfari Fylkis reisupassann og varđ ađ fara af velli.
Fylkismenn tvíefldust bara viđ mótlćtiđ og fóru ađ láta Fjölni finna verulega fyrir sér. Ţeir uppskáru vítaspyrnu og löguđu stöđuna undir lokin. Síđustu mínúturnar voru ćsispennandi og Fylkir var hársbreidd frá ţví ađ jafna en markvörđur Fjölnis bjargađi.
Fjölnismenn sluppu međ skekkinn og fögnuđu vel. Fylkir var í heildina tekiđ frískara liđ og átti fleiri og hćttulegri fćri en ţađ er víst ekki nóg frekar en fyrri daginn.
- Skilabođ frá ţjálfaranum: Ćfing kl. 19:00 annađ kvöld (ţriđjudag) í Víkinni!
30.8.2009 | 19:33
Uppskerubrestur í Kópavogi
29.8.2009 | 09:10
Sunnudagsleikirnir viđ Blika
27.8.2009 | 11:37
Óli Pétur í KR
23.8.2009 | 19:31
B-liđiđ hélt merkinu uppi gegn Ţórsurum
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar