Færsluflokkur: Íþróttir
1.7.2008 | 09:06
Leikurinn á Ísafirði
Vesturfarar eiga að mæta á Reykjavíkurflugvöll kl. 7:15 í fyrramálið, miðvikudag 2. júlí, brottför til Ísafjarðar er kl. 7:45 og lending í Reykjavík við heimkomu er kl. 19:00 annað kvöld. Athugið: Strákarnir eiga að hafa persónuskilríki í fórum sínum til...
26.6.2008 | 22:34
20 marka súpa og slökkvilið kallað út
Óli Pétur er kominn á söguspjöld Knattspyrnusambands Íslands, fyrstur Íslendinga til að ræsa út heilt slökkvilið með fótboltasparki einu saman. Í A-leik Víkings og Eyjamanna í Egilshöll í dag þrumaði drengurinn beint í brunaboða uppi á vegg handan...
25.6.2008 | 11:24
Blúss hjá B, jafnt hjá A
B-liðið okkar fór á kostum gegn Breiðabliki á Versalavelli í gær og sigraði 0-6. Röggi fyrirliði fór fyrir sínum mönnum og skoraði í tvígang, Agnar Darri skoraði líka tvisvar og svo áttu Haukur Jóns og Sigurður Davíð eitt mark hvor. Blikarnir voru sem...
15.6.2008 | 01:28
Villi útnefndur leikmaður ferðarinnar
Hann Villi okkar Ingólfsson var útnefndur leikmaður ferðarinnar í lokahófinu í gærkvöld og á það svo sannarlega skilið. Viggó þjálfari sagði að Villi hefði verið háttvís og prúður piltur utan vallar sem innan og sýnt áberandi framfarir í fótboltanum....
13.6.2008 | 17:24
Strandhögg Víkinga á La Manga
Spánverjar sáu ekki til sólar í leik B-liðsins við jafnaldra frá grannhreppnum Los Belones í dag en leikur A-liðsins við stráka héðan frá La Manga var jafnari. B-liðið sigraði með sex mörkum gegn engu. Spánverjarnir skoruðu sjálfsmark, Viktor setti tvö,...
13.6.2008 | 13:10
Fyrrum Real Madrid-markvörður þjálfaði markverði Víkings!
Markverðir Víkings í hópnum á La Manga duttu óvænt í lukkupott sem þeir gleyma trúlega seint. Á æfingunni í gærmorgun töluðu þjálfarar um það sín á milli að æskilegt hefði verið að hafa sérstakan markmannaþjálfara með í för til að taka sérstaklega á...
12.6.2008 | 10:40
Sólarsamba, falskar tennur og Playboy-kanínur
Fyrri æfingu dagsins er lokið í La Manga-hreppi í steikjandi sólskini og hita sem hlýtur að nálgast 30 gráður þegar best lætur miðdegis. Boðorð dagsins er að drekka nóg af vatni og bera á sig varnarkrem. Enginn hefur brennt á sér húðina til skaða til...
10.6.2008 | 18:57
Víkingar eyðilögðu daginn fyrir kippu af Spanjólum
Hreppsbúar í La Manga ærðust í kvöld, líka og Spanjólar yfirleitt, þegar landsliðið þeirra hafði leikið Rússa grátt í Evrópukeppninni. En fótboltastrákar og foreldrar þeirra frá Dolorense hafa tæplega glaðst nema til hálfs því þeir sleiktu sár eftir...
8.6.2008 | 15:12
Á völlunum þar sem Liverpool bjó sig undir Inter Milan
Víkingarnir æfðu af kappi í hátt í tvo tíma fyrir hádegi í dag á lokuðu svæði í eigu Knattspyrnusambands Noregs hér í La Manga-hreppi. Þar eru aðstæður eins og best gerist í draumalandinu og eftirsótt að nýta þær eins og dæmin sanna. Hér dvelja öll...
8.6.2008 | 00:38
Á fimmtugu dýpi í Cartagena
Strákunum okkar var kastað í djúpu laugina í dag (laugardag) þegar þeir tóku þátt í alþjóðlegu fótboltamóti í Cartagena, um 300 þúsund íbúa borg skammt frá La Manga-hreppi. Við fórum þangað í rútu og vorum ríflega hálftíma á leiðinni. Þarna voru nokkur...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar