Færsluflokkur: Íþróttir
26.7.2008 | 16:44
Víkingur 1 mætir FIF/1909 á nýjan leik - í baráttu um bronsið!
Víkingur 1 játaði sig sigraðan í undanúrslitaleik við Hansa Rostock frá Þýskalandi í dag og spilar við FIF/1909 frá Óðinsvéum um þriðja sætið kl. 12:00 á morgun, sunnudag, á vellinum við Suðurlandsbraut. Víkingar töpuðu fyrir þessu danska liði í gær 0-3...
25.7.2008 | 16:34
Tvö Víkingsliðanna í úrslitakeppni ReyCup
Tvö Víkingslið af þremur fara í úrslitakeppni á ReyCup, Víkingur 1 og Víkingur 2. Hið fyrrnefnda með sex stig af níu mögulegum en hið síðarnefnda með fullt hús stiga, tólf alls og samanlagða markatölu 25-6 í leikjum sínum! Úrslit dagsins: Þór- Víkingur 1...
25.7.2008 | 13:16
Davíð Örn og Gaupi
Stöð 2 filmaði sigursæla Víkinga 1 í morgun eftir að þeir lögðu Þórsara frá Akureyri að velli og tryggðu sér sæti í útslitakeppni ReyCup. Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, var að viða að sér efni í þátt um mótið sem sýndur verður fljótlega. Og...
24.7.2008 | 14:59
Aðallega sætt en örlítið súrt með
Þrír sigrar og eitt tap var uppskera Víkingsliðanna þriggja á upphafsdegi ReyCup. Okkar menn skoruðu tólf mörk en fengu á sig sex. Víkingur 2 byrjaði daginn á því að leggja Eyjamenn með fjórum mörkum gegn einu. Í hálfleik hafði ekkert mark verið skorað,...
23.7.2008 | 10:46
Víkingar mæta Dönum á ReyCup
Þá er leikjaskráin á ReyCup orðin klár og opinber. Víkingar senda þrjú lið til keppni í 4. flokki. A-liðið, Víkingur 1 , er í í A-riðli ásamt dönsku liði (FIF/1909 frá Óðinsvéum), Skagamönnum og Siglfirðingum (KS). Annað B-liðið okkar, Víkingur 2 , er í...
21.7.2008 | 21:07
ReyCup í sjónmáli
Þá er komið að hápunkti sumarsins, ReyCup mótinu mikla í Laugardalnum, undir styrkri stjórn Þróttar (sem vissulega eru með aðra hvora rönd í lagi á búningunum sínum líkt og KR-ingar). Það er er að vísu fátt eitt að segja um málið annað en það að mótið...
10.7.2008 | 20:11
Selfyssingum enginn griður gefinn
Víkingar höfðu lítið fyrir sex stigum sem bættust í sarpinn í Víkinni í dag í viðureign við Selfyssinga. A-liðið yfirspilaði andstæðinginn og gjörsigraði með níu mörkum gegn einu , í hálfleik var staðan 3-0. Davíð Örn skoraði þrennu, Ólafur Andri tvö,...
7.7.2008 | 18:07
Þróttardagur í Laugardal
Víkingar sóttu ekki stig til Þróttar í leik A-liðanna í Laugardalnum í dag. Þróttarar voru samt örlátir við gestina í fyrri hálfleik og skoruðu sjálfsmark. Röggi hafði áður skorað fyrir Víking og útlitið var vænlegt fyrir gestina í stöðunni 0-2. Þá fóru...
2.7.2008 | 16:38
Öruggur Víkingssigur í kulda og trekki á Ísafirði
Víkingarnir lögðu lið Bolvíkinga/Ísfirðinga með fjórum mörkum gegn engu fyrir vestan nú síðdegis. Sunnanmenn stjórnuðu leiknum að miklu leyti og gáfu heimamönnum lítinn frið til að skapa sér eitthvað af viti. Víkingar léku undan vindi í fyrri hálfleik og...
1.7.2008 | 14:02
Æfingar og leikir næstu daga
Þjálfari vor hefur sett um dagskrá yfir æfingar og leiki á næstunni. Menn þurfa að feta sig eftir henni frá degi til dags og hafa í huga að það var í gær verður ekki endilega í dag..... Þriðjudagur 1. júlí: Æfing í Víkinni 16:30. Miðvikudagur 2. júlí:...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar