Færsluflokkur: Íþróttir
31.7.2010 | 19:24
Bláu beddarnir urðu gleðigjafar dagsins
„Fara ekki beddarnir að koma?“ spurðu okkar menn í sífellu síðdegis þegar við höfum burðast með farangurinn frá rútunni upp á aðra hæð Bekkelaget skole. Beddar sáust hvergi og þá gátu sumir ekki leynt svekkelsi sínu. Það var ekki fyrr en...
29.7.2010 | 14:25
Landsliðsþjálfarinn pískaði strákana áfram á lokaæfingu fyrir Norway Cup
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, stjórnaði í dag lokaæfingu strákanna í 3. flokki fyrir Oslóarferðinaá Norway Cup. Í tilefni dagsins var æfingin á aðalvellilnum í Víkinni en þar fás strákarnir annars ekki einu sinni að...
26.7.2010 | 21:55
Tvöfalt Stjörnuhrap í Fossvogsdal
Víkingar sýndu Garðabæingum litla gestrisni í Víkinni og sigruðu þá sannfærandi í báðum leikjum kvöldsins. A-leikurinn endaði 5-2 og B-leikurinn 4-1. Strákarnir unnu vel fyrir stigunum sínum og yfirspiluðu gesti sína á köflum bæði í A- og B-leiknum. Aron...
26.7.2010 | 10:01
Leikirnir við Stjörnuna
Stjarnan úr Garðabæ kemur í Víkina til að spila í seinni umferð Íslandsmótsins við okkar menn. Á KSÍ-vefnum eru þessir leikir enn skráðir á þriðjudaginn 27. júlí en samkomulag er um að flýta þeim um sólarhring. Knattspyrnusambandið er bara ekki með á...
24.7.2010 | 21:41
Tilþrif á æfingu í Víkinni
Strákarnir í þriðja flokki tóku vel á því á æfingu í Víkinni í dag. Veðrið var dásamlegt og tilþrifin eftir því. Næsta verkefni er Stjarnan í Íslandsmótinu í Fossvogsdal á mánudagakvöld. Eftir það Norway Cup í Osló og Norðurlandamótí Helsinki. Fáeinar...
20.7.2010 | 20:13
Aron Elís með unglingalandsliðinu til Finnlands
Aron Elís var í dag valinn í unglingalandsliðið U17, sem tekur þátt í Norðurlandameistaramóti í Finnlandi í fyrstu viku ágústmánaðar. Liðið heldur utan 1. ágúst og kemur heim 9. ágúst. Það er í riðli með Dönum, Finnum og Englendingum (hinir síðastnefndu...
17.7.2010 | 15:40
Viktor Jóns markaskorari A-deildar
Viktor okkar Jóns er sem stendur markahæstur í A-deild þriðja flokks. Hann hefur skorað átta sinnum í sjö leikjum eða eitt mark í leik að meðaltali og rúmlega það. Á lista yfir 14 helstu markaskorara A-deildar er Davíð Örn í fjórða sæti með fimm mörk í...
16.7.2010 | 00:00
Með stigin öll heim úr Árbænum
Víkingsliðin létu við kvurn sinn fingur á Árbæjarvelli og sigruðu Fylki í báðum leikjum kvöldsins. Víkingum hefur gengið upp og niður á þessum slóðum en í þetta sinn var Víkingssigur í A-leiknum verðskuldaður og sannfærandi en tæpt stóð að halda fengnum...
15.7.2010 | 10:27
Fylkisleikir kvöldsins
Fylkismenn eru næstu andstæðingar vorir í Íslandsmótinu. Við hittum þá fyrir á Árbæjarvelli í dag og það verður spilað á ósköp venjulegu grasi. Okkur vegnaði vel síðast, gegn Keflvíkingum í Víkinni. Það viðfangsefni er að baki og nú er um að gera að taka...
13.7.2010 | 00:27
Víkingar hefndu ófaranna í bikarleiknum
Víkingar þökkuðu Keflvíkingum kærlega fyrir síðast í Víkinni í kvöld, ekki einu sinni heldur tvisvar. Á föstudagskvöldið stálu Suðurnesjamenn sigri í bikarleik við A-lið Víkings á lokaandartökum framlengingar. Þegar sömu lið mættust í Íslandsmótinu í...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar