Færsluflokkur: Íþróttir
12.7.2010 | 10:16
Keflavíkurleikir dagsins
Víkingar taka á móti Keflvíkingum í heimaleikjum Íslandsmótsins í dag. Það fer reyndar að flokkast undir daglegt líf eða vanahegðun að spila við Suðurnesjastrákana því á föstudaginn var mættust A-lið Keflavíkur og Víkings í bikarleik í Keflavík og...
8.7.2010 | 14:00
Keflavíkurdagar og æfingar
Æfing í Víkinni í dag, fimmtudag, kl. 16:00 og á sunnudaginn verður æfing kl. 12:00 - sú síðasta fyrir leiki við Keflvíkinga í Íslandsmótinu á mánudagskvöld. Á morgun, föstudaginn 9. júlí, verður hins vegar bikarleikur við Keflvíkinga á heimavelli...
3.7.2010 | 03:16
Víkingar á heimasíðu Norway Cup
Víkingar í 3. flokki Víkings senda tvö lið á Norway Cup-mótið í Osló í byrjun ágúst, fyrsta og stærsta fótboltamót sinnar tegundar í veröldinni. Víkingur hefur ekki áður tekið þátt í mótinu, eins og kemur fram í frétt á heimasíðu þess. Sindri á...
2.7.2010 | 22:47
Skin og skúraleiðingar í Garðabæ
Víkingar komu þremur stigum ríkari úr för sinni á Stjörnuvöll í Garðabæí kvöld, A-liðið færði þá björg í búið en B-liðið varð að játa sig sigrað. A-leikurinn endaði 0-3 en B-leikurinn 1-0. Úrslitin voru sanngjörn í báðum tilvikum. A-liðið hafði yfir í...
30.6.2010 | 15:24
Stjörnuleikir dagsins
Vonandi liggur fyrir Víkingum að gera strandhögg í Garðabæ í dag, í leikjum við Stjörnuna í Íslandsmótinu. Þessum leikjum átti samkvæmt bókinni að vera lokið en var frestað á sínum tíma vegna öskuryks frá Eyjafjallajökli sem lagðist yfir...
18.6.2010 | 22:20
Davíð Örn með fernu gegn Hafnfirðingum
Víkingar rúlluðu yfir FH í A-leik Íslandsmótsins í 3. flokki í Víkinni í kvöld með sex mörkum gegn einu en töpuðu hins vegar fyrir gestum sínum úr Hafnarfirði í B-leiknum, 0-3. Sanngjörn úrslit í báðum tilvikum og meira að segja hefðu úrslitin 9-0 í...
18.6.2010 | 10:29
Leikirnir við FH í kvöld og æfingatímar í sumar
Víkingar fá FH-inga í heimsókn í Fossvogsdal í Íslandsmótinu. Takið vel eftir að leikirnir hefjast einni klukkustund fyrr en upphaflega var tilkynnt á heimasíðu KSÍ. A-leikurinn hefst í Víkinni kl. 17:00 og eftirtaldir mæti kl. 15:45: Hlynur, Villi,...
11.6.2010 | 10:42
Með eitt stig heim úr Egilshöll
Uppskeran í leikjum gærkvöldsins við Fjölni var eitt stig af sex mögulegum. A-liðin gerðu jafntefli, 1-1, en Fjölnir sigraði, 2-0, í B-leiknum. Markalaust var í hálfleik A-liðanna en Fjölnismenn komust yfir í síðari hálfleik og Viktor jafnaði fyrir...
10.6.2010 | 10:44
Liðin í Fjölnisleikjum kvöldsins
Víkingar heimsækja Fjölni í Íslandsmótinu í kvöld og eiga harma að hefna þar frá því í Reykjavíkurmótinu í vor. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að báðir leikirnir verða inni í Egilshöll en ekki á Fjölnisvelli, eins og stendur í mótaskrá KSÍ. Rétt...
6.6.2010 | 00:46
Æfing sunnudagskvöld!
Næsta æfing 3ja flokks er sunnudagskvöldið 6. júní kl. 20 í Víkinni!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar