Færsluflokkur: Íþróttir
4.6.2010 | 11:46
Stjörnuleikjum frestað vegna öskumengunar
Leikjum við Stjörnuna í Garðabæ hefur verið frestað um áókveðinn tíma vegna ökumengunar í andrúmsloftinu yfir höfuðborgarsvæðinu. Landlæknir fyrirskipaði KSÍ fella niður knattspyrnuleiki á meðan þetta ástand varir af
31.5.2010 | 18:17
Allt um æfingar í vikunni
Nýja gervigrasið í Víkinni er umsetið daginn langan og langt fram á kvöld vegna æfinga og leikja. Þess vegna verður ekki gefin út í bili æfingatafla fyrir lengri tíma en nýbyrjaða viku. Takið nú eftir: markvarða æfing: þriðjudagur 1. júní kl. 15:45....
30.5.2010 | 13:45
Stórsigur Kleinubandalagsins
Kleinubandalag 3. flokks Víkings er ótvíræður sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna, hvað sem líður sífri í einhverjum pólítíkusum hér og þar sem vilja eigna sér sætusta sigra dagsins. Ætla má að Kleinubandalagið hafi um 10% fylgi á kjörsvæði...
28.5.2010 | 23:18
Kleinubandalagið bakar Bestaflokkinn
Kleinubandalagið, nýstofnað stjórnmálaafl 3. flokks Víkings, efnir til umfangsmikillar kleinusölu á kjördag í fjáröflunarskyni og heldur sig í námunda við Breiðagerðisskóla, kjörstaðinn í hverfinu okkar. Valkyrjur úr miðstjórn Kleinubandalagsins fóru að...
28.5.2010 | 22:55
Víkingssigur og jafntefli í Fylkisleikjum kvöldsins
A-lið Víkings sigraði Fylki með fimm mörkum gegn tveimur og B-lið félaganna skildu jöfn, 2-2, í leikjum Íslandsmótsins í kvöld í Víkinni. Bæði lið sóttu stigin sín með harðfylgni og látum og auðvitað var sigur A-liðsins á þeim appelsínugulu sykursætur og...
21.5.2010 | 23:12
Heim frá Keflavík með fullfermi af stigum
Víkingar byrjuðu Íslandsmótið með bravúr í Keflavík í kvöld og hirtu öll stig í báðum leikjum. Glæsilegt start og til lukku með það! Markalaust var að loknum fyrri hálfleik A-liðanna og allt gat því gerst þrátt fyrir að Víkingar ættu tvímælalaust mun...
18.5.2010 | 08:49
Íslandsmótið hefst í Keflavík á föstudaginn
Víkingar hefja Íslandsmótið í ár með leikjum gegn Keflvíkingum á heimavelli þeirra á föstudagskvöldið kemur, 21. maí. Leikur A-liðsins hefst kl. 18:00 en leikur B-liðsins kl 19:45. Leikið verður í Íslandsmótinu þrjú næstu föstudagskvöld á þessum sama...
16.5.2010 | 23:08
Veitingasala í Víkinni
Þriðji flokkur karla annaðist veitingasölu á stóru kvennamóti í Fossvogsdal um helgina. Víkingur og HK stóðu að mótinu og spilað var á gervigrasvöllum beggja félaga á laugardag og sunnudag. Tíu lið stelpna í 3. flokki tóku þátt í mótinu og Stjarnan stóð...
12.5.2010 | 17:04
Æfingar og leikir í maí
Gunnar Örn Gunnarsson þjálfari hefur sett saman stundaskrá fyrir æfingar og leiki 3. flokks í maímánuði. Hana er að finna nákvæmlega hér!
8.5.2010 | 19:57
Æfingaleikur við HK
Víkingar spila æfingaleik við HK í Fífunni á morgun, sunnudaginn 9. maí. Eftirtaldir mæti i síðasta lagi kl. 16:00: Halldór, Vilhjálmur, Hörður, Rögnvaldur, Sverri, Jón Reyr, Róbert, Patrik, Davíð, Agnar, Viktor, Alexander, Ólafur Andri, Bjarki, Bjössi,...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar