Leita í fréttum mbl.is

Staðan að morgni föstudags

Riðlakeppninni í ReyCup lýkur í kvöld. Í leikjum föstudagsins ræðst því hvaða lið fara áfram í milliriðla á morgun. A-lið Víkings á tveimur leikjum ólokið en B- og C-liðin einn leik hvort.

Fylgst er grannt með gengi erlendu liðanna á ReyCup, enda ágætt tækifæri til að meta þannig styrk og getu heimaliðanna gagnvart jafnöldum utan landsteina. Íslensku strákarnir stóðu vel fyrir sínu gagnvart útlendingunum í fyrstu leikjunum í gær og rúmlega það. Heimamenn sigruðu í fjórum leikjum af fimm, einungis hið fríska danska lið frá Esbjerg hafði sigur og það gegn okkar mönnum í A-liði Víkings, 2-0. Annars voru úrslit gegn erlendum liðum þannig:

  • Þróttur - AB Tarnby frá Danmörku: 4-1 (4. flokkur)
  • Keflavík - Herfölge frá Danmörku: 2-1 (4. flokkur)
  • Stjarnan - Reading frá Englandi:  1-0 (4. flokkur)
  • KR - 07 Vestur frá Færeyjum: 3-1 (3. flokkur)
  • Víkingur 1 - Esbjerg frá Damörku: 0-2 (3. flokkur)

Víkingur 1

3. fl. kk A - Riðill B

Staða
LiðSig.Jaf.TöpSkoruðFenginStig
Esbjerg100203
FH 1100103
Þróttur 1001010
Víkingur 1001020


Úrslit
Dags. & tímiHeimalið ÚtiliðLeikvöllur
23.07.2009 09:00
FH 1   
1 - 0Þróttur 1 TBR - C4
23.07.2009 10:00
Esbjerg   
2 - 0Víkingur 1 TBR - C4
24.07.2009 10:00
Þróttur 1   
0 - 0Esbjerg S.braut - C3
24.07.2009 12:00
Víkingur 1   
0 - 0FH 1 Fram - C6
24.07.2009 15:00
Esbjerg   
0 - 0FH 1 TBR - C4
24.07.2009 18:00
Víkingur 1   
0 - 0Þróttur 1 TBR - C4

 

Víkingur 2

3. fl kk B - Riðill B

Staða
LiðSig.Jaf.TöpSkoruðFenginStig
Fylkir 2200716
Víkingur 2101643
Hamar/Ægir101463
Stjarnan 2002170


Úrslit
Dags. & tímiHeimalið ÚtiliðLeikvöllur
23.07.2009 08:00
Fylkir 2   
3 - 0Stjarnan 2 TBR - C4
23.07.2009 12:00
Víkingur 2   
2 - 3Hamar/Ægir TBR - C4
23.07.2009 15:00
Hamar/Ægir   
1 - 4Fylkir 2 Valbjörn 1
23.07.2009 16:00
Stjarnan 2   
1 - 4Víkingur 2 Fram - C6
24.07.2009 13:00
Stjarnan 2   
0 - 0Hamar/Ægir Víkingsvöllur
24.07.2009 14:00
Fylkir 2   
0 - 0Víkingur 2 Valbjörn 1

 

Víkingur 3

3. fl kk B - Riðill A

Staða
LiðSig.Jaf.TöpSkoruðFenginStig
Fjarðabyggð2001216
FH 2101863
Víkingur 3101173
Álftanes002180


Úrslit
Dags. & tímiHeimalið ÚtiliðLeikvöllur
23.07.2009 08:00
Álftanes   
0 - 1Víkingur 3 S.braut - C3
23.07.2009 11:00
Fjarðabyggð   
5 - 1FH 2 Fram - C6
23.07.2009 16:00
FH 2   
7 - 1Álftanes Valbjörn 1
23.07.2009 18:00
Víkingur 3   
0 - 7Fjarðabyggð Valbjörn 1
24.07.2009 12:00
Álftanes   
0 - 0Fjarðabyggð Víkingsvöllur
24.07.2009 13:00
Víkingur 3   
0 - 0FH 2 Valbjörn 1


ReyCup-fimmtudagsleikir

C-liðið hélt uppi merkinu í fyrstu leikjum þriðja flokks Víkings á ReyCup. Strákarnir spiluðu við Álftnesinga strax kl. 8:00 og skoruðu eina markið í leiknum. Það sem skildi liðin að var bomba a la Stefán Dagbjarts. Álftnesingar tefldu í raun fram A-liði sínu í þessum riðli. Þeir voru býsna drjúgir með sig á hliðarlínunni fyrir leik og töluðu stundarhátt sín á milli um að ,,klára þetta C-lið frá Víkingi á fyrstu mínútunum". Sá hló hins vegar best sem síðast hló. Álftnesingar sóttu að vísu stíft og fengu færi en nýttu þau ekki. Víkingar vörðust vel og gerðu svo það eina sem máli skiptir í fótbolta, að skora. Leikurinn var því svanasöngur Alftnesinga og þrjú góð stig komin í hús Víkinga.

A-liðið hitti fyrir danskt lið frá Esbjerg kl. 10:00, vel spilandi og skipulagt. Danirnir skoruðu í fyrri hálfleik og aftur í þeim síðari. Úrslitin 2-0 fyrir Dani voru fyllilega sanngjörn. Víkingar áttu fremur slaka stund á vellinum, sérstaklega var eftirtektarvert hve sendinga þeirra skiluðu sér illa á samherja hvað eftir annað.

B-liðið mætti liði Hamars/Ægis kl. 12 á hádegi, þ.e. strákum úr Hveragerði og Þorlákshöfn. Sama sagan var hér og með Álftanes í C-leiknum, þetta er A-lið í B-keppni. Að minnsta kosti einn leikmaður liðsins spilar með meistaraflokki Hamars!  Víkingar lentu undir fljótlega í leiknum og áttu á brattann að sækja. Viktor Jóns yngri jafnaði samt eftir fína sendingu frá Einari Sig. en sú gleði var skammvinn því Hamar/Ægir bætti strax við öðru marki og staðan í hléi var 2-1 fyrir Sunnlendingana. Víkingar fengu vítaspyrnu í síðari hálfleik og Viktor Jóns eldri jafnaði en sagan endurtók sig. Hamar/Ægir skoraði sigurmarkið með firnaföstu skoti af löngu færi og niðurstaðan varð 3-2 Sunnlendingum í vil. Við þeim úrslitum geta Víkingar lítið sagt eins og leikurinn þróaðist.

B-liðið mætti Stjörnunni á Framvelli kl. 16:00 og halaði inn þrjú góð stig í dulítið undarlegum leik. Víkingar áttu fyrri hálfleikinn gjörsamlega og færin sem þeir fengu voru fleiri en eyjarnar á Breiðafirði en skoruðu einungis úr tveimur þeirra. Viktor Jóns yngri var þar að verki í bæði skiptin og varð þar með samanlagður þrennukarl í leikjum dagsins. Stjörnustrákar komust einu sinni fram fyrir miðju í öllum hálfleiknum og skoruðu! Þetta var ótrúlegt en satt. Síðari hálfleikur var ögn jafnari, ef á annað borð er hægt að tala um jafnræði. Víkingar höfðu undirtökin frá upphafi til enda en bættu aðeins einu marki við. Úrslitin urðu því 3-1 og óhætt er að segja að sigurinn hafi verið öruggur, reyndar svo save upp á enska tungu að hann var næstum því Icesave.

Síðasti Víkingsleikur dagsins hófst á Valbjarnarvelli kl. 18:00 og þar hitti C-liðið Fjarðabyggð fyrir. Rökstuddur grunur um að Austfirðingarnir væru smyglgóss í þessum riðli var fljótlega staðfestur og C-liðsmenn lentu því annað sinn í dag í að leika við A-lið í B-liðsgæru. Fjarðabyggðardæmið var bara enn svakalegra en það sem kennt er við álftir og nes. Austfirðingar skoruðu strax,  héldu uppi einstefnu á Víkingsmarkið allan fyrri hálfleikinn og bættu við fjórum mörkum, þar af einu úr víti. Staðan í hálfleik 5-0 fyrir Fjarðabyggð. Víkingar eiga miklar þakkir skildar fyrir að herðast við mótlætið og þeir náðum nokkrum sóknum í seinni hálfleik sem með heppi og hörku hefðu skilað marki eða mörkum. Austfirðingar skoruðu hins vegar í tvígang, þar af var annað úr vítaspyrnu. Útslitin því 7-0 og Fjarðabyggðungar fögnuðu að sjálfsögðu innilega glæstum sigri.

Í fullri alvöru: Er það ekki  lyginni líkast að svona gott lið sem Fjarðabyggð virkilega er skuli ekki hafa metnað til að etja kappi við andstæðinga í riðli þar sem það á heima? Guð má vita hvernig á því stendur að Fjarðabyggð þykist vera í styrkleika B á ReyCup. Kannski hafa mótshaldarar sett sér göfug markmið um byggðastefnu sem svona birtist, kannski vilja Fjarðabyggðarstrákar bara fara léttu leiðina ljúfu í gegnum ReyCup og fá medalíu að launum. Rifjast þá upp Shellmótið í Eyjum forðum daga þegar Njarðvíkingar voru allra liða frægastir fyrir að smygla A-liði í annan styrkleikaflokk en það átti heima ár eftir ár. Nú er kannski komið að Fjarðabyggð að afla sér frægðar á sambærilegum nótum í ReyCup?!


Tíðindi af fararstjórafundi ReyCup

Eftirfarandi tilkynningar og fróðleiksmolar komu fram á fundi þjálfara og fararstjóra ReyCup í Þróttarheimilinu að kveldi miðvikudags 21. júlí:

  1. Mótshaldarar þurftu að hræra í leikjaskránni fram á síðustu stundu vegna þess að lið voru að afboða sig alveg lygilega seint. Eina breytingin sem varðar okkur er sú að fimmtudagsleikur Víkings 2 og Stjörnunnar 2 hefst á Framvelli kl. 16:00 en ekki kl. 17:00. Það þýðir auðvitað að leikmenn Víkings 2 mæta til leiks kl. 15:00 í stað kl. 16:00. 
  2. Armbönd verða afhent fyrir eða strax eftir fyrstu Víkingsleiki fimmtudagsins. Sérlega mikilvægt er að passa vel upp á þau allt til mótsloka því ekki er hægt að fá ný armbönd nema gegn því að framvísa eldra armbandi - sem þá væntanlega er slitið. Mótshaldarar hafa orðið varir við áhuga ungmenna, sem ekki eru á ReyCup, fyrir ballinu á laugardagskvöldið og þar með hefur myndast markaður fyrir armböndin! Ef einhver glatar armbandinu, hvað þá selur það eða gefur, fær hann það sum sé ekki bætt með nýju. Það er á hreinu!
  3. ReyCup-bolir verða afhentir um leið og armböndin. Þeir eru bara til í stærðunum XL og M - Þróttarar misreiknuðu greinilega spurn eftir stærðinni L sem er þar á milli og sú kláraðist á svipstundu - áður en Víkingar fengu afhenta sína boli. 
  4. Iðkendur með armböndin góðu fá aðgang að sundlaugarpartíinu á fimmtudagskvöld og ballið á Hótel Íslandi á laugardagskvöld.
  5. Iðkendur sem skarta armböndum eru boðnir á leik Fram og Sigma Olomouc frá Tékklandi í Evrópukeppninni á Laugardalsvelli á morgun, fimmtudag,kl. 19:00. Fyrri leikurinn fór 1-1 og því nægir Fram markalaust jafntefli til að komast áfram en þarf að skora fleiri mörk en Sigma komist þeir tékknesku á blað.
  6. Iðkendur með armbönd komast líka frítt á einhverjar sýningar í Laugarásbíói.
  7. Hópmyndir verða teknar af öllum liðum og þær verða til sýnis og sölu í Þróttarheimilinu á laugardaginn. Stykkið er selt á 2.000 krónur (greinilegt að ljósmyndari ReyCup ætlar að reka sig með hagnaði).
  8. Öll lið  leika um sæti á mótinu og spila því fram á sunnudag. Hvert lið á ReyCup á því 5-6 leiki.
  9. Á föstudagskvöld verður tafla með laugardagsleikjum birt á heimasíðu ReyCup (og vonandi líka hér á Víkingssíðunni). Mikilvægt að fylgjast með en hafið í huga að það getur dregist fram á kvöld að fá botn í leikjaskrána því riðlakeppninni lýkur ekki fyrr um kvöldmat á föstudag.
  10. Tveir dómarar verða á öllum leikjum í 11 manna bolta á mótinu. Það var ærinn hausverkur fyrir Þrótt að manna alla leiki dómurum. Alls verða 600 dómarar á ReyCup!

Det var det (þetta skilja nú meira að segja durtar sem þola ekki dönsku í skólanum). Einkunnarorð ReyCup eru fótbolti og fjör (football & fun upp á útlensku).

Víkingar mæta til leiks frekir til fjörsins innan vallar sem utan. Góða skemmtun og höfum gaman af þessu...

Áfram Víkingur!


Nauthólsvíkurmyndir frá Sindra

Nokkrir frískir drengir úr þriðja flokki voru í Nauthólsvík í morgun til að dýfa sér í sjóinn og kíkja á dömur. Sindri meðhjálpari var með í för og bleytti á sér kroppinn en var í dömufríi. Hann tók hins vegar nokkrar myndir og setti á Snjáldruna sína. Þær má sjá svo sem eins og hér.

Víkingsliðin þrjú á ReyCup

Víkingar senda þrjú lið úr þriðja flokki á ReyCup. Þjálfari vor hefur skipað þau sem hér segir:

Víkingur 1

  •  Kári, Leifur, Jón B., Aron Bj., Rúnar, Jón Reyr, Róbert, Óli Pétur, Patrik, Aron Elís, Davíð Örn, Villi.

Víkingur 2

  • Halldór, Ágúst, Hörður, Eyþór, Daníel, Sigurður Davíð, Röggi, Sverrir, Agnar Darri, Einar,  Viktor Jóns yngri, Viktor Jóns eldri.

Víkingur 3

  • Baldvin, Konráð Logi, Stefán, Þórarinn, Aron Austmann, Guðlaugur, Lárus, Tómas, Egill, Arnar, Jökull, Bjarki Phu, Bjarki Þórðar, Hrafnkell og Sigurjón (Sjonni).

Þetta er endanleg liðsskipan og hefur verið tilkynnt mótshöldurum.

Nokkrir sem hér eru taldir upp verða einungis í hluta mótsins, þ.e. sumir spila í fimmtudagsleikjum og fara svo, aðrir mæta á föstudag en verða ekki með í fimmtudagsleikjunum.

Leikmenn eiga að mæta á réttan völl einum klukkutíma fyrir leikl!


Leikmenn og aðstandendur fylgist eftir föngum með heimasíðunni á meðan á ReyCup stendur. Það verða settar hér inn tilkynningar um stað og stund leikja þegar riðlakeppninni er lokið og um tilkynnt um annað tilheyrandi mótinu eftir atvikum.


C-liðið valtaði yfir KR

Víkingar fóru létt með KR-inga í leik C-liðanna í Frostaskjóli í gærkvöld. Okkar menn tóku völdin á vellinum strax í upphafi og gáfu ekkert eftir til loka. Úrslitin urðu 0-4. Mörkin skoruðu Arnar Sölvi, Viktor eldri og Sigurjón í tvígang.

Uppskera Víkings í leikjunum þremur í Vesturbænum er því sjö stig af níu mögulegum. Vel hægt að una við slíkt og rúmlega það....


Leikirnir í riðlum ReyCup

Víkingsliðin þrjú eiga framundan þrjá leiki hvert í riðlum sínum á ReyCup á fimmtudag og föstudag. Víkingum, vinum þeirra og vandamönnum er hér með gert lífið ögn léttbærara en ella með því að tína til leikina og tilgreina stað og stund í Laugardalnum og...

C-leikur við KR og sjóbað í Nauthólsvík

Áríðandi tilkynning vegna leiks C-liða Víkings og KR í Frostaskjóli þriðjudagskvöldið 21. júlí: Mæting á KR-velli kl. 19:00 , leikur hefst kl. 20:00. Þeir sem byrjuðu á bekknum í B-leiknum eiga allir að koma til leiks. Aðrir sem mæta: Rúnar, Egill, Aron...

Heim úr Frostaskjóli með 4 stig

Víkingar áttu góðan dag í Vesturbænum í kvöld þegar A- og B-liðin heimsóttu KR-inga í leikjum Íslandsmótsins. A-liðið vann þar frækinn og verðskuldaðan sigur 1-2 en B-liðin skildu jöfn, 2-2, og verður að segjast að Víkingar máttu teljast heppnir að tölta...

Glæsilegur A-sigur en B-tap í skrautlegum leik

A-lið Víkings sendi Fylkisdrengi heim stigalausa og svekkta eftir afar sannfærandi og glæsilegan sigur, 3-1, í Víkinni í kvöld. Víkingarnir þökkuðu Árbæingum þannig kærlega fyrir síðast, á Árbæjarvelli í maímánuði í fyrsta leik Íslandsmótsins. Þá sigraði...

« Fyrri síða | Næsta síða »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband