16.7.2009 | 00:38
Leikir A- og B-liða við Fylki
A- og B-liðin taka á móti Fylkismönnum í Víkinni annað kvöld, fimmtudag 16. júlí. Sömu lið tókust á í Árbænum 22. maí í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Þá sigraði Fylkir 2-0 í A-leiknum en B-leiknum lyktaði með jafntefli, 1-1. Nú hafa Víkingar sum sé tækifæri til að þakka Árbæingum fyrir síðast á eigin gervigrasi.
A-leikur í Víkinni fimmtudaginn 16. júlí. Mæting kl. 17:00, byrjað verður að spila kl. 18:00.
- Kári, Leifur, Jón Bragi, Aron, Rúnar, Jón Reyr, Róbert, Patrik, Óli Pétur, Aron Elís, Davíð, Agnar, Hörður, Haukur, Viktor og Röggi.
B-leikur í Víkinni fimmtudaginn 16. júlí. Mæting kl. 18:30, byrjað verður að spila kl. 19:45.
- Halldór, Danni, Eyþór, Villi, Ágúst, Sverrir, Hlynur, Konni, Arnar, Einar og Tommi.
16.7.2009 | 00:23
Fylkir malaður í C-dúr: 11-3
Strákarnir í C-liðinu rúlluðu gestum sínum úr Árbæ upp í Víkinni í kvöld. Víkingar sigruðu með ellefu mörkum gegn þremur og léku sum sé við hvurn sinn fingur. Þessi frammistaða hlýtur að hvetja A- og B-liðin til dáða í sínum leikjum Íslandsmótsins við Fylkismenn í Víkinni að kveldi fimmtudags 16. júlí eða hvað?
Þegar sömu lið áttust við í Árbænum í fyrstu umferð Íslandsmótsins 25. maí fóru leikar þannig að Fylkir sigraði 2-1. Úrslitin í dag standa vel undir því að kallast sæt hefnd....
Til hamingju C-liðsstrákar!
14.7.2009 | 12:09
Þriðjudagsæfingin er kl. 19:00
Áríðandi tilkynning frá þjálfara:
Æfingin í kvöld er kl. 19:00 en ekki kl. 20:00! Látið það berast um víðan völl þeir sem þetta lesa....
14.7.2009 | 12:05
ÞRJÚ lið á ReyCup
Þrjú Víkingslið úr þriðja flokki taka þátt í ReyCup síðar 22.-26. júlí. Mótshaldararnir, Þróttarar, lögðu blessun sína yfir að þriðja liðinu yrði bætt við og þar með var það ákveðið.
Mikilvægt er að foreldraráðið og þjálfarar fái að vita sem allra fyrst hverjir mæta og hverjir ekki.
Vinsamlegast sendið því póst á birnahugrun@gmail.com með nöfnum viðkomandi svo hægt sé að skrá mannskapinn á ReyCup!
8.7.2009 | 13:22
Tvö lið á ReyCup
Tvö Víkingslið úr þriðja flokki eru skráð til leiks á ReyCup, alþjóðlegu fótboltamóti á vegum Þróttar, í Laugardal 23.-26. júlí. Skráðir eru 30 leikmenn og fjórir þjálfarar/fararstjórar.
Þjálfarar fara yfir málið á fimmtudagsæfingunni og í kjölfarið sendir flokksráð úr tilkynningu um kostnaðinn (þátttökugjald fyrir hvern liðsmann + sameiginlegan kostnað vegna mótsgjalds fyrir liðin og þjálfara/fararstjóra sem deilist á hópinn). Frá kostnaði dregst inneign í sjóði hjá þeim sem búa að slíku. Hugsanlegt er að flokksráð bjóði nú upp á skyndifjáröflun handa þeim sem vilja afla tekna upp í kostnaðinn.
Hér fyrir neðan er riðlaskiptingin (kann samt að breytast). Þar sést að A-liðið mætir Þrótti, FH og dönskum strákum frá Esbjerg en B-liðið Gróttu, Stjörnunni og sameiginlegu liði Hamars/Ægis úr Hveragerði/Þorlákshöfn.
Metþátttaka er á ReyCup í ár, alls eru skráð þar 105 lið, þar af 40 lið skipuð stelpum, alls um 1.500 manns! Laugardalurinn tekur ekki við öllu þessu og því er í bígerð að ReyCuup-leikir verði líka á Framsvæðinu og í Víkinni.
Útlendir gestir verða meðal annars lið frá Reading á Englandi. Danir senda hingað þrjú lið, frá Esbjerg, Kaupmannahöfn og Herfölge og Færeyingar senda lið í fyrsta sinn á ReyCup.
3.fl karla A |
|
|
A | B | C |
07 Vestur | Esbjerg | Grindavík |
KR | Víkingur 1 | Grótta 1 |
Stjarnan 1 | Þróttur 1 | Fylkir 1 |
Haukar 1 | FH 1 | Fjarðabyggð |
3.fl karla B | ||
A | B | |
Álftanes | Grótta 2 | |
Haukar 2 | Stjarnan 2 | |
Fylkir 2 | Hamar/Ægir | |
Þróttur 2 | Víkingur 2 | |
FH 2 |
|
|
7.7.2009 | 21:48
B-liðið sneri blaðinu við á elleftu stundu
A-lið Víkings og Breiðabliks deildu með sér stigum í viðureign í Víkinni í kvöld, 1-1. Jafntefli var út af fyrir sig sanngjörn niðurstaða í umtalsverðum sviptingum þar sem nokkur gul spjöld fóru á loft. Markalaust var í leikhléi en í síðari hálfleik var Agnari Darra skipt inn á og hann þakkaði fyrir sig tveimur mínútum síðar með skora laglega eftir hornspyrnu. Blikar jöfnuðu nokkru síðar og eftir það börðust fylkingarnar til leiksloka án þess að tækist bæta við marki. Víkingar áttu meðal annars skot í stöng og Blikar þrususkot í slá úr aukaspyrnu við vítateigslínu í blálokin.
Í leik B-liðanna tók Agnar Darri líka af skarið og það strax í fyrri hálfleik með því að hirða boltann af markverði Blika og renna í netið. Staðan í leikhléi 1-0 og Víkingar hefðu reyndar auðveldlega getað gert út um leikinn strax í fyrri hálfleik því þeir fengu nokkur mjög fín færi sem fóru fórgörðum.
Í síðari hálfleik skiptu Vikingar um ham og Blikar náðu undirtökunum á vellinum. Þeir skoruðu í tvígang á tveimur mínútum og gerðu sig líklega til að bæta við hinu þriðja marki sem trúlega hefði rotað okkar menn. Þegar langt var liðið á hálfleikinn sofnuðu Blikar hins vegar á verðinum og Víkingar gengu snarlega á lagið. Patrik jafnaði eftir glæsilega rispu Agnars Darra upp völlinn. Þegar fáeinar mínútur lifðu af leiknum var Patrik aftur á ferðinni og skoraði sigurmarkið með glæsilegri afgreiðslu. Úrslitin þar með 3-2 og dýrmæt stig í höfn - og það á kostnað Blika, sem gerði sigurinn enn sætari.
Í leik C-liðanna hirtu Blikar öll stigin með því að skora sex sinnum en Víkingar þrisvar. Nákvæmari tíðindi var ekki að hafa af leiknum í kvöld aðrar en þær að gangur hans hafi verið í samræmi við úrslitin.
Þegar öllu er á botninni hvolft deildu Víkingar og Blikar því bróðurlega á milli sín sem í boði var í leikjum kvöldsins: jafntefli, heimasigur, útisigur. Á hliðarlínunni mátti vel greina að Kópavogsstórveldið hafi búið sig undir stórum betri uppskeru í Fossvogsdal en reyndin varð....
29.6.2009 | 01:53
Veisla a la Þór á Akureyri
29.6.2009 | 01:46
Sex stiga Akureyrarferð
26.6.2009 | 21:21
Norðurferð A- og B-liða í leikina við Þór
26.6.2009 | 21:02
Jafntefli í C-leik Víkings og Fjölnis
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar