26.5.2009 | 22:43
Viktors dagur Jónssonar
Víkingar uppskáru öll sex stigin sem í boði voru í kvöld í Egilshöll í leikjum A- og B-liðanna við KR-inga. Sigur A-liðsins var afar sannfærandi en þá sögu verður að segjast eins og hún er að B-liðið átti verulegu láni að fagna að landa sínum sigri. Viktor Jónsson yngri skoraði öllu þrjú mörk Víkings í B-leiknum og er því maður dagsins í Víkingshverfinu en martröð dagsins í Vesturbænum. Til hamingju, Víkingar!
Davíð Örn skoraði þegar um hálftími var liðinn af fyrri hálfleik A-liðanna og þannig var staðan í hálfleik. Hann átti líka fínt skot á mark KR fljótlega eftir hlé sem var varið og Víkingar höfðu góð tök á leiknum. Það var staðfest nokkru síðar með flottu marki Patriks og korteri síðar fengu Víkingar aukaspyrnu sem Óli Pétur tók af list. Boltinn rataði á koll Ólafs Ægis sem stangaði hann í markið. Úrslitin þar með ráðin og Víkingar voru nær því að bæta við en KR-ingar að minnka muninn. Patrik átti til dæmis þrumuskot í stöng þegar langt var liðið á leik.
B-leikurinn var ekki nema tveggja mínútna gamall þegar Halldór varði KR-skot af stuttu færi og hann þurfti oftar að taka á honum stóra sínum í leiknum. Fyrri hálfleikurinn var annars í járnum og oft skall hurð nærri hælum við mörkin. Þannig bjargaði KR-ingur á línu um miðjan hálfleikinn og KR átti fáeinum mínútum síðar hörkuskot í stöng Víkingsmarksins.
Á lokamínútu fyrri hálfleiks fóru hlutirnir heldur betur að gerast! KR fékk aukaspyrnu, boltinn sveif inn í markteiginn og KR-ingum tókst að pota honum í netið úr þvögu. Síðan útspark frá Víkingsmarkinu, Hlynur óð upp hægri kantinn að endamörkum, náði frábærri sendingu inn í boxið þar sem Viktor Jóns var réttur maður á réttum stað og skoraði með kollspyrnu. Dómarinn flautaði med det samme til leikhlés. Ótrúlegar sviptingar á sömu mínútunni og magnað hjá Víkingum að svara fyrir sig að bragði. Staðan sum sé 1-1 í leikhléi.
Síðari hálfleikur var lengi vel afar slakur af hálfu Víkings en KR lánaðist bara alls ekki að nýta sér vandræðagang andstæðinganna. Það féll flest með Víkingum en fátt eða ekkert með KR og þannig er það nú bara stundum.
Um miðjan hálfleikinn urðu kaflaskipti í leiknum. Boltinn skoppaði tiltölulega sakleysislega í átt til KR-markmannsins og Viktor fylgdi fast á eftir. Einhverra hluta vegna lánaðist markmanninum hvorki að hreinsa frá né hafa hendur á tuðrunni heldur skaust hún milli fóta hans og Viktor hafði lítið fyrir því að tölta með boltann síðustu metrana að marklínunni. KR-ingar voru áberandi slegnir eftir að hafa fengið þetta mark á sig en allra hluta vegna var samt gott að þessi mistök gerðu ekki út um leikinn heldur fullkomnaði Viktor þrennuna sína með stórglæsilegu og viðstöðulausu skoti eftir hornspyrnu Víkings. Það söng í netinu og Víkingar fögnuðu sigri, 3-1.
A-lið Víkings átti góðan leik í kvöld en B-liðið átti löngum stundum í basli á vellinum en landaði samt sigri. B-lið KR spilaði áberandi betur en A-lið KR í þessum Víkingsleikjum.
- Næst á dagskrá í 3. flokki er viðureign C-liða Vikings og KR í Víkinni miðvikudaginn 3. júní.
- A- og B-liðin eiga næstu leiki í Íslandsmótinu mánudaginn 8. júní í Keflavík.
Myndin: Viktor Jóns yngri glímir við KR-inga í Víkinni í september 2008.
26.5.2009 | 00:03
KR-leikirnir á Íslandsmótinu
Víkingar mæta KR-ingum í annarri umferð Íslandsmótsins. A- og B-liðin spila á morgun, þriðjudag, í Egilshöll en C-liðið annan miðvikudag, 3. júní, í Víkinni (kannski á nýja gervigrasinu??).
A-liðið
- Mæting í Egilshöll þriðjudag 26. maí kl. 17:00, leikur hefst kl. 18:00.
- Kári, Rúnar, Jón Bragi, Aron, Ólafur Ægir, Rögnvaldur, Róbert, Davíð, Patrik, Jón Reyr, Óli Pétur, Aron Elís, Einar, Viktor Jóns yngri, Leifur, Agnar.
- Mæting í Egilshöll þriðjudag 26. maí kl. 18:30, leikur hefst kl. 19:45.
- Halldór, Ágúst, Eyþór, Hörður, Hrafnkell, Haukur Jónsson, Ólafur Andri, Hlynur, Sverrir, Konráð, Magnús.
Þeir sem ekki eru nefndir hér að framan
- mæti á æfingu á miðvikudaginn á sama tíma og venjulega til að hlaupa og lyfta.
25.5.2009 | 23:18
Óverðskuldað tap fyrir Fylki
Víkingur tapaði með einu marki gegn tveimur fyrir Fylki í leik C-liða þriðja flokks á Árbæjarvelli í kvöld. Víkingar áttu mun meira í leiknum og óðu í færum í stöðunni 1-1. Heppnisgyðjan vildi hins vegar ekki líta við þeim að þessu sinni og bætti gráu ofan á svart með því að færa heimamönnum aulamark á silfurfati og þar með stigin öll. Einar Sig skoraði mark Víkings.
Þessi leikur er að baki og ekkert annað en horfa fram á við til næsta leiks, það gengur bara betur þá - gegn KR í Víkinni miðvikudaginn 3. júní!
23.5.2009 | 14:49
Heim úr Árbæ með eitt stig af sex mögulegum
Uppskera Víkings var rýr í fyrstu leikjum Íslandsmóti við Fylki á Árbæjarvelli í gær. A-liðið tapaði 2-0 en B-liðsleiknum lyktaði með jafntefli. Fylkir komst yfir í fyrri hálfleik A-liðanna og það var í samræmi við gang leiksins. Í síðari hálfleik var meira jafnræði með liðunum en leikurinn var þófkenndur og hvorugt liðið skapaði sér neitt af viti. Það var svo í blálokin sem Fylkismenn náðu að bæta við öðru marki og það af ódýrari gerðinni. Niðurstaðan því Fylkissigur.
B-liðið byrjaði sinn leik með miklum látum og eftir aðeins þrjár mínútur lá boltinn í Fylkismarkinu að aðstoðardómari sá til þess að markið var dæmt af Víkingi vegna rangstöðu. Umdeilanlegur dómur svo ekki sé nú meira sagt. Víkingar réðu gangi fyrri hálfleiksins og fengu fín tækifæri til að gera út um viðureignina þá þegar en þeim lánaðist bara ekki að skora.
Fylkismenn mættu hressari til leiks eftir hlé og gangur leiksins breyttist í samræmi við það. Nokkru fyrir miðjan hálfleikinn var dæmd vítaspyrna á Víking sem Fylkir skoraði úr en Ólafur Andri náði að jafna fyrir Víking fimm mínútum síðar og niðurstaðan varð jafntefli. Víkingar áttu sem sagt fyrri hálfleikinn skuldlausan en skoruðu ekki. Miðað við gang síðari hálfleiks var hins vegar út af fyrir sig hægt að þola jafntefli af hálfu Víkings en Fylkismenn hefðu líka hæglega getað stolið öllum stigunum ef þeim hefði tekist að skora úr þremur mjög góðum færum sem þeir fengu í hálfleiknum. Tvö skotanna voru varin en þeir skutu yfir markið í þriðja færinu.
- Ath. hér til hliðar eru tengslar á stiga- og leikjatöflur A-, B- og C-liðanna í Íslandsmótinu í sumar. Beintenging til heimasíðu KSÍ.
21.5.2009 | 15:19
Fyrstu leikirnir í Íslandsmótinu á morgun, föstudag!
Íslandsmót þriðja flokks hefst á morgun með leikjum A- og B-liða Víkings gegn Fylki í Árbænum. C-liðið spilar fyrsta leik sinn í mótinu á mánudagskvöldið kemur.
Ath.: Þegar þetta er skrifað er óvíst hvort föstudagsleikirnir verði á grasi eða gervigrasi. Skilaboð þjálfara eru því að strákarnir mæti með skó í samræmi við það.
A-liðið
- mæting á Fylkisvelli föstudag 22. maí kl. 16:00, leikur hefst kl. 17:00.
- Kári, Jón Bragi, Villi, Aron Bjarna, Rúnar, Rögnvaldur, Róbert, Patrik, Óli Pétur, Jón Reyr, Davíð, Aron Elís, Leifur, Agnar Darri, Ólafur Ægir.
B-liðið
- mæting á Fylkisvelli föstudag 22. maí kl. 17:30, leikur hefst kl. 18:45.
- Halldór, Hörður, Eyþór, Haukur Jóns., Ólafur Andri, Hrafnkell, Fjölnir, Magnús, Daníel, Sverrir, Hlynur.
C-liðið
- leikið við Fylki í Árbæ mánudag 25. maí kl. 20:00.
- Þeir sem ekki taldir upp hér að framan vegna leikja á morgun, föstudag, eiga að spila á mánudaginn. Tilkynning um þann leik væntanleg á sunnudaginn.
Næsta æfing er á sunnudagskvöld í Víkinni kl. 18:15!
19.5.2009 | 11:24
Myndir frá Ólafsvíkurferð - æfing í kvöld
Myndir frá Sindra eru komnar af æfingaferð 3. flokks til Ólafsvíkur um síðustu helgi. Ferðin lukkaðist auðheyrilega eins og best verður á kosið og strákarnir komu ánægðir heim.
Hér með er komið á framfæri innilegu þakklæti foreldranna sem heima sátu til þeirra sem báru hita og þunga af ferðinni. Þessa kveðju eiga þjálfararnir Gunnar Örn og Sindri, Kristján flokksráðsformaður og fararstjóri og Sveinn Kárapabbi sem var fyrir vestan á laugardaginn og tók til hendinni með fararstjóra og þjálfurum. Fjórmenningunum sé lof og prís fyrir hve vel tókst til.
Munið svo æfingu 3. flokks á ÍR-velli kl. 20:30 í kvöld, þriðjudag.
Enn um sinn verða Víkingar að fara í aðra hreppa til að æfa og keppa en nú styttist í að nýja gervigrasið í Víkinni verði tekið í notkun. Á baksíðu Morgunblaðsins í dag er mynd af því þegar verið var að leggja græna teppið á völlinn í gær. Senn verður völlurinn iðagrænn og flottur þversum og langsum.
15.5.2009 | 14:58
Jafntefli við Fram
13.5.2009 | 23:42
Snæfellsnes um helgina!
12.5.2009 | 21:50
Reykjavíkurmeistaratitill í höfn hjá B-liðinu!
11.5.2009 | 21:17
Örlagaleikur B-liðsins við KR
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar