8.12.2008 | 16:51
Leiknisleiknum frestađ!
Leiknum viđ leikni, sem var á dagskrá í kvöld, mánudag, hefur veriđ frestađ um eina viku. Hann verđur um sé á mánudaginn kemur, 15. desember. Strákarnir mćta í kvöld á reglubundna ćfingu á HK-velli kl. 19:30.
8.12.2008 | 10:16
Foreldrafundinum frestađ um viku
Bođuđum fundi foreldra í 3. flokki er frestađ um eina viku. Hann átti ađ vera ţriđjudaginn 9. desember en verđur ţriđjudaginn 16. desember kl. 18:00 í Víkinni.
Ástćđa frestunar er sú ađ Sjúkraliđafélag Íslands er kallađ ađ kjarasamningaborđi međ sveitarfélögunum á morgun, ţriđjudag, sem ekki var fyrirsjáanlegt ţegar foreldrafundurinn var ákveđinn upphaflega. Gunnar Örn Gunnarsson, nýr ţjálfari vor, er framkvćmdastjóri Sjúkraliđafélagsins og hverfandi líkur voru á ađ hann kćmist frá kjarasamningaţrefi til foreldrafundarins. Ţađ ţótti bćđi honum og fundarbođendum slćm stađa og ţví var ákveđiđ ađ fresta fundinum í eina viku.
8.11.2008 | 15:09
Sćtt og súrt gegn KR
Víkingar unnu KR í lokaleik A-liđa í haustmóti KSÍ í Egilshöll í dag en ţurftu hins vegar ađ játa sig sigrađa í viđureign viđ KR í B-leiknum.
Víkingar réđu ferđinni í fyrri hálfleik A-liđana og skoruđu í tvígang. Patrik smurđi boltanum í stöng og inn og átti fyrirgjöf á Óla Pétur sem klárađi fćriđ međ marki. Tvö núll í hálfleik og Víkingar í góđum málum en KR-ingar mćttu til leiks eftir hlé ákveđnir í ađ klóra í bakkann. Ţeir skoruđu fljótlega og jöfnuđu skömmu síđar. KR-ingar voru líklegri til ađ komast yfir og útlit var fyrir jafntefli sem Víkingar hefđu reyndar mátt ţakka fyrir miđađ viđ gang mála í síđari hálfleik. Ţá klúđrađi vörn KR ţví ađ hreinsa frá markinu, boltinn barst til Óla Péturs rétt utan viđ vítateigslínu og hann vippađi laglega yfir markvörđinn. KR klúđrađi síđan dauđafćri í blálokin og Víkingar hrósuđu sigri.
Víkingur átti eina markiđ í fyrri hálfleik B-liđanna. Viktor skorađi međ ţrumuskoti utan vítateigs og markvörđur KR átti enga möguleika. KR-ingar áttu líka hćttulegar sóknir og Halldór ţurfti í tvígang ađ taka á honum stóra sínum. Í annađ skiptiđ varđi hann hörkuskot af stuttu fćri og Víkingar flutu ţví inn í leikhléiđ međ stöđuna eitt núll. Í síđari hálfleik hresstust KR-ingar verulega og jöfnuđu. Ţjálfarar Víkings hresstu upp á sóknarleikinn međ innáskiptingum sem skiluđu greinilegum árangri. Víkingar sóttu án afláts en tókst samt ekki ađ skora. KR-ingar uppskáru hins vegar mark, gegn gangi leiksins, og fóru međ sigur af hólmi.
KR-ingarnir viđhöfđu munnsöfnuđ í leikjunum báđum sem var dómurunum ekki ađ skapi. Ţeir fengu á sig ţrjú gul spjöld fyrir kjafthátt í B-leiknum og eitt í A-leiknum. Í ţeim efnum voru ţeir ţví ótvírćđir sigurvegarar dagsins.
A- og B-liđ Víkings höfđu sigur í tveimur leikjum í haustmótinu en töpuđu í einum. A-liđiđ tapađi fyrir Fylki en vann Ţrótt og KR. B-liđiđ vann Fylki og Ţrótt en tapađi fyrir KR.
B2-liđ Víkings og ÍR áttust viđ í haustmótinu í dag ađ loknum A- og B-leikjunum fyrrnefndu. Skemmst er frá ađ segja ađ ÍR-ingar unnu 4-2 eftir ađ hafa haft 2-0 forystu í hleikhléi. Kolbeinn og Fjölnir skoruđu Víkingsmörkin í síđari hálfleik. Munurinn á liđunum var samt ekki sá sem markatölurnar gefa til kynna. Myndirnar hér ađ neđan voru teknar af spekingslegum Víkingum á bekknum ţegar leikurinn viđ ÍR stóđ yfir.
B2-liđ Víkings fékk enn verri skell í Frostaskjóli á fimmtudaginn var ţegar ţađ tapađi fyrir KR 7-2 í haustmótsleik.
6.11.2008 | 22:29
HK-völlur inn, Fylkisvöllur út
Stađfestar eru breytingar á ćfingatöflu 3. flokks á ţann veg ađ HK-völlur kemur sterkur inn en ferđir upp á Fylkisvöll í Árbć falla niđur í stađinn. Ţetta hljóta ađ teljast góđ tíđindi. Ţá verđa ćfingar á miđvikudögum í stađ ţriđjudaga en sunnudags- og fimmtudagsćfingar verđa međ óbreyttu sniđi. Ćfingar verđa ţví sem hér segir:
- Sunnudagar kl. 18:15 - 20:00: Víkin inni (fótbolti, lyftingar, snerpa).
- Mánudagar kl. 19:30 - 21:00: HK-völlur
- Miđvikudagar kl. 18:00 - 20:00: Víkin úti og inni (hlaup, lyftingar, tćkni) .
- Fimmtudagar kl. 20:30 - 22:00: Framvöllur.
Úr Víkinni berast ţćr fréttir ađ vinnuvélar verktaka rótist í möl og jarđvegi til undirbúnings ţví ađ leggja sjálft gervigrasiđ á nýja völlinn. Pípulagningarmenn vinna jafnframt ađ ţví ađ tengja lagnir vallarins til ađ unnt sé ađ hita völlinn upp áđur en kemur ađ ţví ađ leggja grasiđ. Veđurfariđ er hagstćtt framkvćmdinni ţessa dagana og nú gera menn sér vonir um ađ ţađ takist ađ malbika rönd međfram vellinum í nćstu viku og gera síđan atlögu ađ lokaáfanga verksins.
2.11.2008 | 22:17
Löđursveittir í lyftingum á fyrstu ćfingu nýs ţjálfara
Strákarnir voru látnir taka á ţví svo um munađi á fyrstu ćfingu Gunnars Arnar Gunnarssonar í Víkinni í kvöld. Nýi ţjálfarinn byrjađi međ fundi í hátíđarsalnum ţar sem hann kynnti sig og spjallađi góđa stund viđ verđandi lćrisveina sína, 45 talsins. Síđan skiptu ţeir Sindri ađstođarţjáfari liđinu í ţrjá hópa og létu tvo ţeirra vera í bolta- og snerpućfingum í íţróttasalnum en ţriđji hópurinn puđađi á međan í tćkjasalnum. Langflestir strákanna höfđu aldrei áđur reynt á vöđvana í tćkjum og ţetta var ţví tímamótaćfing í ţeim skilningi og spennandi sem slík. Enda heyrđist ekki eitt einasta andvarp yfir ţví ađ ćfingin var í lengra lagi, hátt í tvćr klukkustundir og hálftímafundur á undan ađ auki!
Engum blöđum er um ţađ ađ fletta ađ vetrarstarfiđ og komandi tímabil leggst vel í mannskapinn, ţađ skein af hverjum manni langar leiđir í kvöld. Menn brostu breitt ţó svo sumir kenndu sér verkja í kroppnum og vćru bćđi bullsveittir og rauđir sem karfar í framan eftir átökin.
Ćfingar í nóvember verđa sem hér segir:
- Sunnudagar: Víkin innanhúss kl. 18:15 - fótbolti, lyftingar og snerpa.
- Mánudagar: Víkin innan- og utanhúss kl. 18:00 - hlaup, lyftingar og tćkni.
- Ţriđjudagar: Fylkisvöllur kl. 20:00 - fótbolti.
- Fimmtudagar: Framvöllur kl. 20:30 - fótbolti.
Síđustu leikir haustmótsins eru núna á fimmtudaginn og á laugardaginn. Sjá KSÍ-síđuna.
31.10.2008 | 21:50
Innićfing og nýr ţjálfari á sunnudaginn!
Ţriđja flokks menn eru hér međ bođađir til ćfingar á sunnudaginn kemur, 2. nóvember, kl. 17:45 í Víkinni!
Halló, halló!
Athugiđ ađ hvorki stund né stađur ćfingar ađ ţessu sinni telst kvunndagskostur enda ástćđa til: Gunnar Örn, nýr ţjálfari flokksins, kemur til starfa og messar yfir lćrisveinum sínum svo um munar....
Nćsta verkefni eru leikir viđ KR í Frostaskjóli á fimmtudaginn kemur, 6. október (B2-liđ), og viđ KR og ÍR í Egilshöll laugardaginn 8. nóvember (öll liđin ţrjú).
- Sjá mótasíđu KSÍ
25.10.2008 | 19:06
Ţrótt skorti ţrótt gegn Víkingum
22.10.2008 | 13:44
Heyri úr mörgum áttum ađ hópurinn sé fínn
22.10.2008 | 12:56
Ţjálfari ráđinn!
6.10.2008 | 10:51
Ćfing á Fylkisvelli og haustmót framundan
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar