Leita í fréttum mbl.is

Ćfingar og leikir nćstu daga

Ţjálfari vor hefur sett um dagskrá yfir ćfingar og leiki á nćstunni. Menn ţurfa ađ feta sig eftir henni frá degi til dags og hafa í huga ađ ţađ var í gćr verđur ekki endilega í dag.....

  • Ţriđjudagur 1. júlí: Ćfing í Víkinni 16:30.
  • Miđvikudagur 2. júlí: Ćfingar falla niđur vegna Vestfjarđaferđar A-liđsins.
  • Fimmtudagur 3. júlí Ćfing í Víkinni 16:30 (Viggó Briem verđur ţá farinn á N1-mótiđ á Akureyri en mađur kemur í manns stađ til ađ stjórna ćfingunni).
  • Föstudagur 4. júlí til sunnudags 6. júlí: Engar ćfingar, engir leikir.
  • Mánudagur 5. júlí:
    • Leikur A-liđsins viđ Ţrótt í Laugardal kl. 16:00, mćting kl. 15:00.  Ţar mćta allir Vestfjarđafarar til leiks + Ólafur Ćgir.
    • Ađrir í flokknum mćti til ćfingar í Víkinni 16:30.
  • Ţriđjudagur 6. júlí: Ćfing í Víkinni 16:30.

 

 

 


Leikurinn á Ísafirđi

Vesturfarar eiga ađ mćta á Reykjavíkurflugvöll kl. 7:15 í fyrramáliđ, miđvikudag 2. júlí, brottför til Ísafjarđar er kl. 7:45 og lending í Reykjavík viđ heimkomu er kl. 19:00 annađ kvöld.

Athugiđ:

  • Strákarnir eiga ađ hafa persónuskilríki í fórum sínum til innritunar í flugiđ: bankakort eđa vegabréf.
  • Strákarnir eđa forráđamenn ţeirra ţurfa ađ hafa međferđist 9.000 krónur í reiđufé til ađ snara út fyrir sínum hlut í fargjaldi og hádegismat fyrir vestan. Ţeir hafi líka međ sér nesti til ađ kroppa í yfir daginn.

Viggó ţjálfari sendir nánari útlistun í tölvupósti.

Leikur Víkings og liđs Bolvíkinga/Ísfirđinga hefst kl. 15:00 og viđ stefnum ađ ţví ađ birta úrslit hér á síđunni um leiđ og ţau liggja fyrir. Vestfirđingarnir hafa leikiđ fjórum sinnum í Íslandsmótinu, tapađ ţrisvar (fyrir Grindvíkingum, Mosfellingum úr Aftureldingu og Selfyssingum) og gert jafntefli viđ Leikni.


20 marka súpa og slökkviliđ kallađ út

Óli Pétur er kominn á söguspjöld Knattspyrnusambands Íslands, fyrstur Íslendinga til ađ rćsa út heilt slökkviliđ međ fótboltasparki einu saman. Í A-leik Víkings og Eyjamanna í Egilshöll í dag ţrumađi drengurinn beint í brunabođa uppi á vegg handan vallarenda og grćjan bođinn skildi áreitiđ á ţann veg ađ eldur vćri laus í húsinu. Ţađ ţurfti handaflsađgerđir til ađ stöđva atganginn í sjálfvirka eldvarnakerfinu og halda slökkviliđinu og almannavörnum í skefjum í hreiđrum sínum viđ Skógarhlíđ. Vissulega var bođanum samt nokkur vorkunn ţví  Víkingar fóru sem logi um akur gegn ÍBV og sigruđu samanlagt 20-2 í dag. Slökkviliđ hefur ţví veriđ kallađ út af minna tilefni.

A-liđiđ vann 9-0. Davíđ skorađi ţrennu, Patrik tvö og Haukur Jóns, Robbi, Jón Reyr og Óli Pétur eitt hver. Reynar ćtti brunaútkalliđ hans Óla ađ vera í ţađ minnsta jafngildi sex stiga í bókhaldi KSÍ en ţađ er önnur saga.

Sama einstefnan hélt áfram í leik B-liđanna ţar sem Víkingar sigruđu 11-2. Viktor var ţar međ fernu, Röggi skorađi tvisvar og hélt ţannig upp á afmćliđ sitt (til hamingju!), Ólafur Andri setti tvö og  Agnar Darri, Sigurđur Davíđ og Jökul Starri eitt hver.  

Eitt Víkingsliđ 4. flokks heldur til Ísafjarđar á miđvikudagsmorguninn í nćstu viku, 2. júlí, til ađ spila viđ sameiginlegt liđ Ísfirđinga og Bolvíkinga. Leiknum hefur veriđ flýtt til kl. 15:00 til ađ strákarnir nái örugglega flugi suđur međ kvöldvélinni. Viggó tilkynnir liđsskipun en ćtla má ađ A-liđiđ verđi kjarni hópsins.


Blúss hjá B, jafnt hjá A

B-liđiđ okkar fór á kostum gegn Breiđabliki á Versalavelli í gćr og sigrađi 0-6. Röggi fyrirliđi fór fyrir sínum mönnum og skorađi í tvígang, Agnar Darri skorađi líka tvisvar og svo áttu Haukur Jóns og Sigurđur Davíđ eitt mark hvor. Blikarnir voru sem deig í klóm Víkinga og sáu aldrei til sólarinnar sem samt skein firnaskćrt á himnafestingunni ofan Kópavogs.

A-liđiđ uppskar eitt stig úr viđureign sinni viđ Breiđablik og hafđi talsvert fyrir ţví. Blikarnir skoruđu snemma í leiknum úr eina alvörufćrinu sem ţeir fengu frá upphafi til enda. Víkingarnir réđu hins vegar lögum og lofum á vellinum stóran hluta leiks en tuđran vildi bara ekki í net grćntreyjanna fyrr en Agnar Darri náđi fínum spretti í blálokin og jafnađi. Drengurinn sá var sem sagt í stuđi í báđum leikjum gćrdagsins og setti mark sitt á ţá í tvöföldum skilningi. Ţetta var sum sé svona leikur og heyrir nú sögunni til. Ţađ hefđi svo sem veriđ afar vel ţegiđ ađ heimaríkur (Breiđabliks)dómari leiksins hefđi látiđ Víkingi eftir vítaspyrnuna sem liđiđ átti hiklaust ađ fá en fyrst svo fór sem fór var eitt stig mun betra en ekki neitt.

Skammt er stórra högga á milli. Nćstu leikir í Íslandsmótinu eru strax á morgun, fimmtudag. Ţá mćta Víkingar Eyjamönnum í Egilshöll. Leikur A-liđa hefst kl. 17:00 og B-liđa kl. 18:30.

Í nćstu viku fer svo eitt Víkingsliđ til Ísafjarđar til ađ keppa viđ sameiginlegt liđ Ísfirđinga og Bolvíkinga á Torfunesvelli miđvikudagnn 2. júlí. Nánar um ţađ síđar.


Villi útnefndur leikmađur ferđarinnar

Hann Villi okkar Ingólfsson var útnefndur leikmađur ferđarinnar í lokahófinu í gćrkvöld og á ţađ svo sannarlega skiliđ. Viggó ţjálfari sagđi ađ Villi hefđi veriđ háttvís og prúđur piltur utan vallar sem innan og sýnt áberandi framfarir í fótboltanum. Ţetta kom allt heim og saman. Villi er drengur góđur og átti til dćmis skínandi leik gegn Spánverjum í Cartagena á ţriđjujdaginn.

Haukur og Davíđ Örn fengu viđurkenningu fyrir háttvísi. Og hugsiđ ykkur, dömur mínar og herrar: Villi og Davíđ eru báđir uppaldir hjá KA hjá Akureyri og eru ţessu góđa móđurfélagi sínu til mikils sóma! Ţađ er Víkingum heiđur ađ fóstra piltana áfram og taka upp ţráđinn frá KA. Villi, Haukur og Davíđ eru vel ađ viđurkenningu sinni komnir.

Ţađ var sum sé mikil lokaveisla strax eftir Evrópukeppni á ćfingasvćđinu ţar sem foreldrar og iđkendur skiptu sér í sex liđ sem nefnd voru eftir nokkrum ţátttökuţjóđum í EM. Auđvitađ unnu Hollendingar sem margir í hópnum hér sjá helst fyrir sér Evrópumeistara í ár.

Halldór fékk viđurkenningu fyrir framfarir og ástundun - keppnistreyju merkta hinum spánska Juanmi sem ţjálfađi markmennina okkar í vikunni. Verđlaun og viđurkenningar voru veittar fyrir knattţrautir, spurningaleiki, eggjabođhlajup og vér vitum ekki hvađ.

Stćrstu verđlaunin eiga samt skiliđ ţau sem gerđu dvölina hér ţađ sem hún er og hafa lagt á sig ómćlda vinnu mánuđum saman: Kjartan og Katrín, Ingibjörg, Bjartmar. Einnig Viggó yfirţjálfari, Bjössi Bjartmars, hinn góđkunni ţjálfari, Ţrándur, Kristinn Bjartmarsson og Soffía frćnka, sú óstöđvandi matmóđir og umvefjandi fararstjóri sem var vakin og sofin yfir velferđ drengjanna. Hallelúja. Guđmundur og Bogey lögđu líka heldur betur sitt af mörkum.

Villi og Viggó

Villi og og Viggó ţjálfari á lokahófinu.

  • Fleiri myndir frá lokaskrallinu okkar í albúminu til hćgri á síđunni!

Strandhögg Víkinga á La Manga

Spánverjar sáu ekki til sólar í leik B-liđsins viđ jafnaldra frá grannhreppnum Los Belones í dag en leikur A-liđsins viđ stráka héđan frá La Manga var jafnari. B-liđiđ sigrađi međ sex mörkum gegn engu. Spánverjarnir skoruđu sjálfsmark, Viktor setti tvö, Haukur eitt, Agnar Darri eitt og Fjölnir eitt. Stađan í hálfleik var 4-0. 

A-leikurinn fór 3-1 fyrir Víking og okkar menn sáu alveg um markaskorun dagsins. Aron Elís, Óli Pétur og Robbi skoruđu í fyrri hálfleik og yfirburđirnir voru mun meiri en sú stađa gefur til kynna. Eftir hlé fóru La Manga-menn ađ skipta inn á strákum sem voru međ skeggrót, hármottur á bringunni og bassaraddir eins og í eđalkirkjukór. Ţeir voru međ öđrum orđum augljóslega talsvert eldri en okkar menn en ţađ gerđi bara ekkert til. Leikurinn varđ fyrir vikiđ jafnari og skemmtilegri. Nćrri lá ađ fullorđnu Spánverjunum tćkist ađ skora en eina mark hálfleiksins kom samt ţegar boltinn skrapp af okkar mönnum úr ţvögu og flaut yfir marklínuna.

Nú fer ađ síga á seinni hluta frábćrrar dvalar í La Manga-hreppi. Á morgun verđur létt og ljúft hjá mannskapnum: ţrautamót fyrir hádegiđ, fótbolti međ foreldrum síđdegis og síđan sameiginleg veisla strákanna og foreldranna annađ kvöld.

IMG_8598

 Örn og Ţorgrímur kampakátir međ sína menn ađ leikslokum.

Fleiri myndir frá leikjum dagsins í myndaalbúminu!


Fyrrum Real Madrid-markvörđur ţjálfađi markverđi Víkings!

Markverđir Víkings í hópnum á La Manga duttu óvćnt í lukkupott sem ţeir gleyma trúlega seint. Á ćfingunni í gćrmorgun töluđu ţjálfarar um ţađ sín á milli ađ ćskilegt hefđi veriđ ađ hafa sérstakan markmannaţjálfara međ í för til ađ taka sérstaklega á...

Sólarsamba, falskar tennur og Playboy-kanínur

Fyrri ćfingu dagsins er lokiđ í La Manga-hreppi í steikjandi sólskini og hita sem hlýtur ađ nálgast 30 gráđur ţegar best lćtur miđdegis. Bođorđ dagsins er ađ drekka nóg af vatni og bera á sig varnarkrem. Enginn hefur brennt á sér húđina til skađa til...

Víkingar eyđilögđu daginn fyrir kippu af Spanjólum

Hreppsbúar í La Manga ćrđust í kvöld, líka og Spanjólar yfirleitt, ţegar landsliđiđ ţeirra hafđi leikiđ Rússa grátt í Evrópukeppninni. En fótboltastrákar og foreldrar ţeirra frá Dolorense hafa tćplega glađst nema til hálfs ţví ţeir sleiktu sár eftir...

Á völlunum ţar sem Liverpool bjó sig undir Inter Milan

Víkingarnir ćfđu af kappi í hátt í tvo tíma fyrir hádegi í dag á lokuđu svćđi í eigu Knattspyrnusambands Noregs hér í La Manga-hreppi. Ţar eru ađstćđur eins og best gerist í draumalandinu og eftirsótt ađ nýta ţćr eins og dćmin sanna. Hér dvelja öll...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband