Færsluflokkur: Íþróttir
21.9.2008 | 19:19
Sparktíðarlok 4. flokks fimmtudaginn 25. september!
Lokasamkoma 4. flokks verður í Víkinni á fimmtudaginn kemur, 25. september, kl. 18:00-19:00! Við ætlum einfaldlega að koma saman stundarkorn til að gleðjast og líta um öxl í tilefni af því að nú verður stokkað upp í yngri flokkum knattspyrnudeildar...
18.9.2008 | 16:40
Fótboltaveisla í Víkinni
Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Víkings verður í Víkinni á laugardaginn kemur, 20. september. Þá lýkur sparktíð yngri flokkanna og meistaraflokkur mætir Fjarðabyggð í lokaleik sínum í 1. deild í ár. Á laugardagskvöld verður svo foreldradjamm í Víkinni....
15.9.2008 | 11:28
Silfurborgaraveisla við Steinagerði
Strákarnir í B-liðinu fögnuðu silfrinu á Íslandsmótinu í mikilli veislu sem Guðrún, Bjartmar og Konráð Logi buðu til í Steinagerðinu í gærkvöld. Grillaðir voru hamborgarar eins og hver gat í sig látið með öllu tilheyrandi og horfðu menn á bíómynd....
14.9.2008 | 14:06
B-liðið með silfur á Íslandsmótinu
Fjölnir fagnaði Íslandsmeistaratitli B-liða 4. flokks eftir að hafa lagt KR 1-4 í Frostaskjóli í dag. Á sama tíma sigruðu Víkingar Þór frá Akureyri örugglega 6-0 í Víkinni og uppskáru silfurverðlaun á Íslandsmótinu frá fulltrúa KSÍ að leik loknum. Til...
13.9.2008 | 16:16
Fjölnir með bikarinn innan seilingar
Fjölnir fór langleiðina með að tryggja sér Íslandsbikar B-liða í 4. flokki með því að sigra Víking með fimm mörkum gegn þremur í Grafarvogi í dag. Í hálfleik var jafnt á komið með liðunum, 2-2. Fjölnir komst yfir snemma leiks með marki beint út...
13.9.2008 | 01:41
Haukar Íslandsmeistar A-liða
Haukar í Hafnarfirði sigruðu HK 1-0 í úrslitaleik A-liða 4. flokks á Kópavogsvelli. Darri Tryggvason skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu eftir hornspyrnu. Hetja Hauka var samt Magnús Þór Gunnarsson markvörður sem hvað eftir annað kom í veg fyrir að...
12.9.2008 | 19:46
KR lagt í fyrsta B-úrslitaleiknum
B-lið Víkings hefur lagt fyrsta áfangann af þremur að baki í átt að Íslandsbikarnum. Það vann KR í Víkinni í dag með tveimur mörkum gegn engu. Andstæðingur morgundagsins er Fjölnir á heimavelli sínum í Grafarvogi og á sunnudaginn er þriðji og síðasti...
7.9.2008 | 15:59
Fjölnisdagur í Víkinni
Fjölnir kom, sá og sigraði í þriðja og síðasta síðasta undanúrslitaleik Íslandsmótsins í 4. flokki. Skemmst er frá því að segja að Víkingar sáu aldrei til sólar í leiknum og hið eina sem gladdi Víkingsaugað í stúkunni var fallegt mark Arnars Sölva um...
6.9.2008 | 17:19
Tap fyrir HK og draumurinn (nánast) úti
HK sigraði Víking 2-1 í Fagralundi í dag í öðrum úrslitaleik Suðurlandsriðils A-liða 4. flokks. Í hálfleik var staðan 2-0 fyrir heimamenn. Fyrra Kópavogsmarkið kom strax í upphafi leiksins. HK lét háan bolta vaða á markið af löngu færi, boltinn lenti í...
5.9.2008 | 18:22
Öruggur sigur á Ægi/Hamri
A-liðið sigraði Ægi/Hamar, sameiginlegt lið stráka úr Hveragerði og Þorlákshöfn, örugglega í fyrsta leik útslitarimmu Íslandsmótsins með fimm mörkum gegn tveimur á aðalvellinum í Víkinni. Í leikhléi var staðan 2-0 Víkingi í vil. Óli Pétur skoraði fyrsta...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar