Leita í fréttum mbl.is

Keppnistímabilið gert upp í lokahófi þriðja flokks

Þá er þessu formlega lokið í ár og leiðir skilja. Strákarnir í 3. flokki komu saman í Víkinni í kvöld og gerðu sér dagamun í tilefni loka keppnistímabilsins. Fráfarandi flokksráð bauð upp á þessar líka yndælis pizzur frá Eldofninum í Grímsbæ, stolti Víkingshverfisins. Ekki að furða að hróður þessa fína veitingastaðar hafi borist vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið! Flokksráðið leysti þjálfarana út með verðskulduðum þökku, gjöf og góðum óskum en fyrst og fremst var kvöldið strákanna sjálfra og þeir fengu að heyra mörg orð frá Gunnari Erni þjálfara um hve flottir þeir væru!

Hópurinn hafði sett sér markmið um að ná titli eða titlum í hús á tímabilnu en það gekk ekki eftir. Þar vantaði hinn margumtalaða og snúna herslumun. Gunnar Örn sagði að hins vegar að strákarnir hefðu lagt sig 100% fram og jafnvel rúmlega það. Hann kvaðst aldrei hafa unnið með svo frábærum hópi og ferðin á Norway Cup hefði toppað allt, samveran í 3. flokki hefði verið gríðarlega skemmtilegur tími og hann ætti eftir að sakna samverustundanna með þessum strákum.

Þjálfararnir Gunnar Örn og Sindri tilkynntu síðan val þeirra sem þeir töldu hafa sýnt mestar framfarir á nýafstöðnu keppnistímabili. Það reyndust vera Sverrir Hjaltested í A-liði og Bjarki Þórðar í B-liði og báðir fengu ávísun á máltíð á Eldofninum.

Í upphafi samkomunnar var dreift miðum í salnum og strákarnir skráðu þar í leynilegri kosningu þá þrjá sem þeir sjálfir töldu vera bestu leikmenn tímabilsins. Fyrsta val gaf þrjú stig, annað val tvö stig og það þriðja eitt stig. Atkvæði voru talin á meðan pizzuveislan stóð sem hæst og spenna var í lofti þegar Gunnar Örn tilkynnti úrslitin og leysti sigurvegarana út með ávísun á máltíð á Eldofninum.

Alls hlutu níu leikmenn stig í kjöri A-liðsins en þeir þeir þrír efstu hlutu afgerandi kosningu:

  1. Aron Elís
  2. Jón Reyr
  3. Viktor Jóns.

Aðrir sem hlutu atkvæði (í stafrófsröð): Davíð, Hlynur, Hörður, Patrik, Róbert, Villi.

Í kjöri B-liðsins hlutu alls tólf leikmenn stig. Þeir þrír efstu hlutu afgerandi kosningu og sá er hreppti fyrsta sætið skaraði þvílíkt fram úr að hann hlýtur að spá alvarlega í forsetaframboð þegar hann nær aldri til slíks:

  1. Agnar Darri
  2. Ólafur Andri
  3. Halldór.

Aðrir sem hlutu atkvæði (í stafrófsröð): Daníel, Bjarki Þórðar, Bjössi, Eyþór, Lárus, Magnús, Óli Þór, Ólafur Ægir, Steinar.

Bestir-i-A-lidinu

Bestir í A-liði með Sindra og Gunnari Erni: Viktor, Jón Reyr, Aron Elís.

Bestir-i-B-lidinu

Bestir í B-liði með Sindra og Gunnari Erni: Halldór. Ólafur Andri, Agnar Darri.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 2734

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband