Leita í fréttum mbl.is

Framarar sukku að öxlum í Safamýrina

Víkingar krýndu sjálfa sig sem sigurvegara A-riðils Íslandsmótsins með stórsigri yfir Fram í Safamýrinni í kvöld, 1-8. Það þarf eiginlega ekkert að segja um leikinn annað en að spuningin var aðeins sú hve mörg mörg Fram fengi á sig á heimavelli og þau reyndust fjögur í fyrri hálfleik og önnur fjögur í þeim síðari. Fram náði að klóra í bakkann með ágætu marki í síðari hálfleik. Aron Elís og Ólafur Andri skoruðu í tvígang hvor en Robbi, Patrik, Davíð Örn og Röggi skoruðu sitt markið hver.

  • Víkingar enduðu riðlakeppnina með 35 stig eftir 14 leiki. Þeir höfðu sigur í 11 leikjum, gerðu tvö jafntefli og töpuðu einum leik.
  • Víkingar  skoruðu alls 47 mörk og fengu á sig 13, markareikningurinn var því jákvæður um 34 kvikindi.
  • Breiðablik, sem er í öðru sæti riðilsins, skoraði líka 47 mörk en fékk 21 mark á sig og reikningur liðsins er því jákvæður um 26 mörk.

Til hamingju strákar með áfangann, þið eruð auðvitað langflottastir!

Þetta er samt bara áfangasigur því nú blasir sjálf úrslitakeppnin um aðra helgi. Breiðablik mætir grönnum sínum í HK í undanúrslitum, sigurvegara í B-deildinni en Víkingur mætir sigurvegara í úrslitakeppni efstu liða í C-deildunum þremur og þess liðs náði bestu árangri í öðru sæti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 2732

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband