Leita í fréttum mbl.is

Víkingsveisla Eyglóar

eygloVíkingar fengu óvænt og afar velkomið heimboð í í kvöld. Eygló Halldórsdóttir, mamma Eyþórs okkar Snæs Tryggvasonar, bauð öllum hópnum heim til sín í margréttaða kvöldmatarveislku af bestu gerð. Það var afskaplega notalegt að breyta til og fá heimilismat í staðinn fyrir upphitaða bakkafæðið í Norway Cup - sem er vel að merkja gott sem slíkt. Og svo öllu sé til skila haldið var þetta öðrum þræði snemmbúin afmælisveisla fyrir Eyþór, sem fagnar áfanga 1. september. Auðvitað vildi mamman taka þátt í afmælishaldinu, fyrst tækifæri gafst til, og á því græddi heill Víkingsflokkur!

Og nú iðið þið augljóslega í skinninu að vita hvernig í því getur legið að mamma Eyþórs geti si svona boðið til sín her manns í Osló, alls 29 fótboltastrákum, liðsstjórum og þjálfara. Eygló vinnur í dómsmálaráðuneytinu í Reykjavík og svo vill til að hún er nýkomin til Oslóar til að starfa á vegum dómsmálaráðuneytis Noregs til áramóta. Hún leigir ágætis íbúð með öllu innbúi, tækjum og tólum og þar fór vel um 32 matargesti í kvöld.

villiÞað heyrir til undantekninga að strákarnir okkar verði saddir, samt virðast þeir sífellt vera að láta eitthvað ofan í sig. En þeir urðu mettir vel í húsi Eyglóar og fór sælir beint í á vindsængur og bláa gleðibedda þegar þeir komu hingað í Bekkelaget skole í kvöld.

  • Við ræsum strákana kl. 8 í fyrramálið í morgunmat og síðan verður farið í að undirbúa Víking1 fyrir leikinn við Gróttu. Upphaflega átti að leika á aðalmótssvæðinu, Ekeberg, en undir miðnætti bárust fregnir af því að leikurinn hafi verið færður á grasvöll á sama svæði og við spiluðum við Portúgalina á miðvikudaginn, sællar minningar. Leikurinn verður kl. 11:00 að norskum tíma, ekki kl. 10:00.  
  • Þetta er skrifað núna að morgni föstudags, kl. 7:30. Það er úrhellisrigning þessa stundina og það þýðir að mótssvæðið er komið á flot. Okkar leikur átti að vera á grasi en verður á þokkalegu gervigrasi í staðinn. Það hentar okkar mönnum vel og reyndar Gróttu líka! Við tökum rútu á völlinn og verðum ca. 40 mínútur á leiðinni. Við vitum að Grótta ætlar af stað kl. 10:30 og því gekk skrifari frá því rétt í þessu að fá rútu kl. 10:05 til að Víkingar verði örugglega mættir á undan Gróttunni. Það er gott í sálfræðihernaði fyrir leikinni að láta Gróttu sjá Víkinga á svæðinu, kára í slaginn, þegar Seltirningar láta sjá sig ...! Leikurinn leggst annars vel í mannskapinn, strákarnir hafa notað það í upphitun í síðustu leikjum að ná lengra en Grótta í mótinu og nú er það í höndum þeirra sjálfra að láta það rætast!

Aðstandendur mötuneytisins höfðu skynjað það í dag að tvö íslensk lið í Bekkelaget skole myndu berjast í átta liða úrslitunum á morgun og orðuðu það við skrifara í kvöld hvort óhætt væri að láta hjarðir Gróttu og Víkings hittast í mötuneytinu fyrir leik! Skrifari taldi að meira þyrfti nú til en einn undanúrslitaleik á pollóttum fótboltavelli í Oslóarborg til að slíta stjórnmála- og vináttusambandi Reykjavíkur og Seltjarnarness.

Við munum að sjálfsögðu bjóða félaga okkar úr Gróttu góðan daginn eins og venjulega en tökum svo á þeim á vellinum. Strákarnir gera sitt til að það komi í hlut Gróttu að sleikja sár undir hádegið en ætli verði svo ekki komið eðlilegt ástand á að nýju í matsalnum að morgni laugardags - hvernig svo sem fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband