Leita í fréttum mbl.is

Gróttan sló Víking út úr Norway Cup í vítaspyrnukeppni

Vikingur 1 náði inn í 8 liða úrslitin á Norway Cup ásamt Gróttu, fimm norskum liðum og einu brasilísku. Gróttan og Víkingur lentu saman í leik í morgun og það voru Seltirningar sem hrósuðu sigri á endanum eftir afar kaflaskiptan leik, dramatík og spennu.


Þá sögu verður að segjast eins og er að Víkingar virtust koma til leiks með því hugarfari að Grótta væri skylduafgreiðsla en ekki keppinautur sem þyrfti að berjast við af fullum krafti til að halda áfram. Þeir voru hins vegar mikið að spá í hverjir næstu mótherjar yrðu.  Gróttumenn voru hins vegar klárir á völlinn frá upphafi leiks og komust fljótlega yfir. Okkar menn voru bara ekki mættir!
Gunnar Örn hélt flutti ræðu á umbúðalausri íslensku yfir strákunum í leikhléi og hefur örugglega ekki látið þá heyra neitt þvíumlíkt frá því hann fór að þjálfa þriðja flokk. Hárblásturinn dugði til að vekja strákana og annað lið kom til leiks eftir hlé. Þrátt fyrir það tókst Víkingum ekki að jafna fyrr en ein mínúta var til leiksloka. Viktor skallaði þá boltann í netið eftir góða hornspyrnu frá Patriki. Mestalla framlenginguna var nánast eitt lið á vellinum. Víkingar sóttu án afláts og komust í hálffæri og eitt dauðafæri en allt kom fyrir ekki. Reyndar skoruðu Víkingar mark í venjulegum leiktíma sem dæmt var af vegna rangstöðu en við sem stóðum við hlið aðstoðardómarans sáum ekki hvað honum gekk til að dæma markið af en það er önnur saga.


Vítaspyrnukeppnin varð örlagavaldurinn. Hlynur varði eina spyrnu af fimm en Víkingar skutu einu sinni í stöng og önnur spyrna var varin. Grótta skoraði sum sé úr fjórum spyrnum en Víkingar úr þremur. Þar með var ljóst að Gróttan kæmist áfram og Seltirningar glöddust að vonum. Það hlýtur jú að vera draumur allra góðra liða að vinna Víking!

viktor-skorar-1

Viktor jafnar undir lok venjulegs leiktíma í dag

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband